top of page

Aðildarfélög

logo_mhr.png

Myndhöggvarafélagið í Reykjavík á rætur sínar í svonefndum Útisýningum á Skólavörðuholti á sjöunda áratugnum, en var formlega stofnað 1972. Félagið hefur löngum verið virkt í sýningarhaldi bæði innan dyra sem utan, í Reykjavík en einnig úti á landi og m.a. verið þáttakandi í Listahátíð í Reykjavík og Reykjavík Menningarborg Evrópu árið 2000. Félagið hefur átt frumkvæði að sýningunum Hjólið, List um landið, Strandlengjan I og II, Firma ´99 auk fjölda annarra útisýninga víða um land og erlendis.

Textílfélagið er félag menntaðra textíllistamanna og textílhönnuða. Meginmarkmið félagsins er að gæta hagsmuna félagsmanna sinna og kynna list þeirra og hönnun á innlendum og erlendum vettvangi. Textílfélagið er eitt af aðildarfélögum Sambands íslanskra myndlistarmanna  og hefur sinn fulltrúa í stjórn Textílmiðstöðvar Íslands á Blönduósi, Miðstöð hönnunar og Arkitektúrs, NTA – Norrænu textílliata samtökunum ásamt aðild að Myndstefi. 

FÍM, Félag íslenskra myndlistarmanna er elsta starfandi félag myndlistarmanna á Íslandi. Félagsmenn FÍM hafa haldið fjölda samsýninga í gegnum árin.

Físl – Félag íslenskra samtímaljósmyndara – er vettvangur fyrir skapandi ljósmyndun. Félagið var stofnað árið 2007 og síðan þá hafa meðlimir þess tekið þátt í fjölmörgum sýningum og viðburðum, meðal annars í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Listasafni Árnesinga, Norræna húsinu og á Listahátíð.  Auk þess hefur félagið staðið fyrir Ljósmyndahátíð í Reykjavík  sem hefur verið haldin annað hvert ár í samvinnu við ýmis listasöfn. 

Logo_Físl_4modified.gif
myndlist.PNG

Tilgangur og markmið Myndlistarfélagsins á Akureyri er að efla samtök myndlistarmanna, vera málsvari og gæta hagsmuna þeirra. Efla umræðu um myndlist og auka þekkingu og fræðslu um myndlist. Að standa fyrir sýningum á verkum félaga Myndlistarfélagsins og að koma á samvinnu við listamenn, erlendis sem og hér á landi.

cropped-log42_edited.jpg

Félagið Íslensk Grafík (einnig kallað Grafíkfélagið) var stofnað í núverandi mynd árið 1969 en var upprunalega stofnað árið 1954. Meginliðurinn í starfsemi félagsins hefur lengst af verið sýningarhald af ýmsu tagi, einkum sýningar á verkum félagsmanna innan lands og utan og útgáfa kynningarrita um íslenska grafíklistamenn og verk þeirra. Í félaginu eru í dag yfir 70 listamenn. 

leirleir.PNG

Leirlistafélag Íslands er fagfélag leirlistamanna á Íslandi. Hlutverk félagsins er að efla þekkingu á faginu með sýningum og fræðslu. Félagið hefur það að leiðarljósi að gæta hagsmuna félagsmanna og efla samheldni þeirra auk þess að stuðla að framþróun í faginu.

bottom of page