top of page
Anchor 1

Gestavinnustofa SÍM í Aþenu

Gestaíbúð SÍM í Aþenu, Grikklandi

 

Frá og með 1. janúar 2022 hefur SÍM boðið félagsmönnum sínum að dvelja í gestaíbúð / gestavinnustofu í Aþenu.

 

Íbúðin sem er nýuppgerð er á efstu hæð í nokkura íbúða húsi. Íbúðin er 86 m2 að stærð með þremur svölum sem tilheyra eingöngu þessari íbúð.

 

Íbúðin er á mjög góðum stað í borginni, nálægt dómshúsinu og við hliðina á Pedion tou Areos.  Stutt er í bakarí, apótek, matvörubúð og bændamarkað, eins kaffihús og bari.  

 

Íbúðin er búin öllum helstu þægindum, þar á meðal Wi-Fi og snjall sjónvarpi. Eldhúsið er stórt og búið öllum helstu tækjum og búnaði. Stórar svalir með skyggni og mörgum plöntum, tengja saman stofu og eldhús og virka sem framlenging af íbúðinni.  Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi, queen-size rúm með lúxus heilsudýnu (miðlungs stíf) og koja. Á annarri hæð er sérherbergi sem annað hvort nýtist sem svefnherbergi fyrir tvo eða sem vinnustofu. Þaksvalirnar eru 15 m2 með borðum, stólum, vaski og vinnuborði.

 

Dvalargjald 

 

Dvalargjad fyrir tvo í 4 vikur er € 1.000 / 2 vikur er € 600*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 4 vikur

er € 100 pr. gest.*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 2 vikur

er € 50 pr. gest.*

 

Íbúðin leigjist frá 1. hvers mánaðar.

Staðfestingargjald ISK 50.000 skal greiða strax við bókun.

Ef afbókað er með minna en 6 vikna fyrirvara er 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt.  Greiða verður dvalargjaldið að fullu 4 vikum fyrir áætlaða dvöl í gestaíbúðinni.

Tryggingagjald er kr. 50.000, sem verður endurgreitt ef ekkert hefur komið fyrir og íbúðinni er skilað í viðunandi ástandi fyrir næsta listamann.

* Athugið að verðbreytingar geta orðið. Vinsamlega fáið staðfest verð með því að senda póst á ingibjorg@sim.is 

Myndir

bottom of page