top of page

Um SÍM 

Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmunafélag myndlistarmanna. Frá stofnun þess hefur SÍM barist fyrir margvíslegum réttindum og hagsmunum myndlistarmanna og áunnist margt í baráttunni.

 

Félagsmenn eiga ýmist einstaklingsaðild að SÍM eða í gegnum fagfélög myndlistarmanna, en undir regnhlíf SÍM eru sjö fagfélög myndlistarmanna.

 

SÍM eru stærstu samtök myndlistamanna á Íslandi með um 950 félagsmenn. 

SÍM-húsið Sep 25 2022101-Flickr.jpg

Skrifstofa SÍM 

Skrifstofa SÍM er staðsett í Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík. Þar er hægt er að nálgast á einum stað allar helstu upplýsingar um íslenska myndlist og myndlistarmenn.

 

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 12-17.

Sími: +354 551 1346
Netfang: sim@sim.is

bottom of page