top of page

Vinnustofuskipti

Budapest Gallery

Samband íslenskra myndlistarmanna og SÍM Residency, í samvinnu við Budapest History Museum – Budapest Gallery, opna fyrir vinnustofuskipti fyrir félagsmenn SÍM. Félagsmenn geta sótt um eins mánaðar vinnustofudvöl í Budapest Gallery í miðbæ Búdapest, Ungverjalandi, 3.-30. maí 2024.

 

Innifalið í dvöl:

- Gisting í fullbúinni 60 fermetra stúdíóíbúð með þakgarði og útiverönd. Heimilisfang: 1072 Budapest Klauzál tér 2.

- Sýningarstjórn og leiðbeinanda aðstoð frá Búdapest Gallery ásamt vikusýningu í lok dvalar.

- Við mælum eindregið með að listamenn sækji um Mugg dvalarstyrk og aðra staðbundna og evrópska styrki til dvalarinnar.

 

Ekki innifalið í dvölinni:

• Vinnustyrkur eða styrkur til dvalar

• Ferðakostnaður

• Matur, tryggingar og efniskostnaður

 

Kröfur til umsækjenda og umsóknir:

• Umsækjendur verða að dvelja í íbúðinni á tímabilinu 3.- 30. maí 2024. Umsækjendur eiga ekki rétt á styttri tíma.

• Vinnustofuskiptin takmarkast við einn listamann. Heimsóknir fjölskyldumeðlima eða vina á dvalartíma eru ekki leyfðar.

• Umsækjendur skulu að senda eina PDF-skrá titluð fullu nafni listamannsins ásamt ferilskrá, verkefnislýsingu og hvatningu ásamt þremur myndum. Umsóknir skulu vera á ensku.

• Að lokinni vinnustofudvölinni skal þátttakandi leggja fram sjónræna greinargerð á vinnustofudvölinni og/ eða rannsóknarverkefni.

• Til þess að efla tengslanet og og samvinnu en frekar, verða valdir listamenn beggja landa að bjóða hver öðrum í vinnustofuheimsókn og kynna sér myndlist í dvalarlandi. Umsækjandi frá SÍM mun því hitta listamenn frá Ungverjalandi í Reykjavík í júní 2024.

Umsóknarfrestur liðinn // Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu Budapest Gallery, í Búdapest, Ungverjalandi 3.-.30. maí 2024. ​

Umsóknarfrestur er til 1. desember 2023. Umsóknarfrestur er til miðnættis þann dag sem auglýstur er.

Budapest
Vantaa
1.jpg
3.jpeg

Gjutars Residency

Samband íslenskra myndlistarmanna í samstarfi við Gjutars Residency bjóða félagsmönnum að sækja um vinnustofuskipti í Vantaa, Finnlandi

1. - 30. júní 2024. Markmiðið er að bjóða listamönnum tækifæri til að kynnast nýju umhverfi, mynda félagsleg tengsl og prófa nýjar vinnuaðferðir. Listamenn stendur einnig til boða að skipuleggja sýningu í Vantaa í tenglsum við vinnustofudvölina.

Innifalið í dvöl:

- Gisting í fullbúinni 15 m2 stúdíóíbúð.

- 500,00 EUR styrkur frá Vantaa.

- Við mælum eindregið með að listamenn sækji um Mugg dvalarstyrk og aðra staðbundna og evrópska styrki til dvalarinnar.

 

Ekki innifalið í dvölinni:

• Ferðakostnaður

• Matur, tryggingar og efniskostnaður

Kröfur til umsækjenda og umsóknir:

• Umsækjendur verða að dvelja í íbúðinni á tímabilinu 1.- 30. Júní 2024. Umsækjendur eiga ekki rétt á styttri tíma.

• Vinnustofuskiptin takmarkast við einn listamann. Heimsóknir fjölskyldumeðlima eða vina á dvalartíma eru ekki leyfðar.

• Umsækjendur skulu að senda eina PDF-skrá með fullu nafni listamannsins sem inniheldur ferilskrá, verkefnalýsingu og hvatningarbréf, ásamt þremur myndum. Umsóknir skulu vera á ensku.

• Að lokinni vinnustofudvöl skal þátttakandi leggja fram sjónræna greinargerð á vinnustofudvölinni og/ eða rannsóknarverkefni.

• Til þess að efla tengslanet og og samvinnu enn frekar, verða valdir listamenn beggja landa að bjóða hver öðrum í vinnustofuheimsókn og kynna sér myndlist í dvalarlandi. Umsækjandi frá SÍM mun því hitta listamenn frá Vantaa í Reykjavík í ágúst 2024.

Opið fyrir umsóknir í gestavinnustofu í Vantaa, Finnlandi, 1. - 30. júní 2023. 

Umsóknarfrestur er til 2. janúar 2024.

Umsóknarfrestur er til miðnættis þann dag sem auglýstur er.

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page