top of page

Muggur

Opið er fyrir umsóknir í Mugg vegna fyrri úthlutunar úr sjóðnum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 01.03.2024-31.08.2024.

 

Umsóknarfrestur er á miðnætti, mánudaginn 5. febrúar 2024.

Dvalarsjóður fyrir myndlistarmenn

Muggur er samstarfsverkefni SÍM, Myndstefs og Reykjavíkurborgar. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. 

MUGGUR veitir styrki í vikum talið, kr. 50.000.- fyrir vikudvöl erlendis.

Einstaka sinnum eru veittir styrkir í fleiri vikur, en þó aldrei fleiri en 3 vikur í senn, eða að hámarki kr. 150.000.-

 

Veittir eru styrkir til dvalar erlendis vegna:

  • Myndlistarsýningar

  • Vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði

  • Annara myndlistarverkefna 

bottom of page