top of page

SÍM Gallery: Opið fyrir umsóknir 2022 / Open Call 2022

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. desember 2021

SÍM Gallery: Opið fyrir umsóknir 2022 / Open Call 2022

Kæru félagsmenn,

SÍM hefur nú opnað fyrir umsóknir um sýningarsalinn í Hafnarstræti 16, SÍM Gallery. Salnum verður úthlutað til 12 listamanna eða listahópa sem hver um sig fær þá salinn úthlutaðan í einn mánuð í senn. Tímabilið sem um ræðir er frá janúar til desember.

Í SÍM eru yfir 900 meðlimir, og gaman væri að sjá í salnum þverskurð af þeim fjölbreytta hópi sem félagið samanstendur af. Því viljum við hvetja unga sem aldna til að sækja um, og með sem fjölbreyttustum verkefnum, t.d. stendur ekkert í vegi fyrir því að listamenn taki sig saman og skipuleggi samsýningu.
Athugið þó að sýningar þurfa að vera þess eðlis að hægt sé að nýta salinn í fundarhöld og samkomur meðan á sýningum stendur (t.d. má ekki þekja gólfið þannig að ekki sé hægt að ganga um eða koma fyrir stólum).
Sjá má nánari upplýsingar um SÍM salinn hér: https://www.sim.is/s%C3%ADm-galleries
Félagsmenn eru hvattir til þess að senda inn umsókn um sýningarhald; að hámarki eina blaðsíðu af texta, 3-5 myndir af verkum og ósk um sýningartíma. Umsóknir berist í tölvupósti til: sim@sim.is, en frestur til að skila inn umsóknum rennur út í lok dags þann 22. desember 2021.
Sýningarnefnd mun fara yfir umsóknir og munu svör berast viku eftir lok umsóknarfrests.

--
Bestu kveðjur/Best regards
Skrifstofa SÍM


Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page