SÍM: Hækkun og úthlutun listamannalauna 2022
föstudagur, 14. janúar 2022
SÍM: Hækkun og úthlutun listamannalauna 2022
Úthlutunarnefndir Launasjóðs listamanna hafa lokið störfum vegna úthlutunar listamannalauna árið 2022. Þær starfa skv. lögum (57/2009) og reglugerð (834/2009) um listamannalaun, þar sem kveðið er á um að allar umsóknir fái sanngjarna umfjöllun.
Til úthlutunar úr launasjóðnum eru 1600 mánaðarlaun í sex flokkum: hönnun, myndlist, flokki rithöfunda, sviðslista, tónlistarflytjenda og tónskálda. Fjöldi umsækjenda var 1.117, þar af 968 einstaklingar og 149 sviðslistahópar (með um 990 listamönnum). Sótt var um 10.743 mánuði. Úthlutun fá 236 listamenn.
435 mánuðum var úthlutað úr Launasjóði myndlistarmanna en alls fengu 73 myndlistarmenn úthlutun úr sjóðnum þetta árið.
Sjá nánar: https://www.rannis.is/frettir/uthlutun-listamannalauna-2022
Listamannalaun hækkuðu upp í 428.420 kr. á mánuði 1. janúar 2022 til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022 en þau voru 409.580 í fyrra. Gert er ráð fyrir að launin hækki enn frekar á árinu vegna ákvörðunar ráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna í fjárlögum 2022.
Sjá nánar Fréttablaðið: https://www.frettabladid.is/frettir/listamannalaun-haekka-um-rumlega-80-thusund/