top of page
Anchor 1

Samstarf

hfsah_edited.jpg

Myndlistarmiðstöð styður við og kynnir íslenska samtímalist á alþjóðavettvangi. Miðstöðin vinnur að því gegnum styrki, samstarfsverkefni innanlands og utan. Miðstöðin gegnir upplýsingahlutverki gagnvart sýningarstjórum, listamönnum, fjölmiðlum og stofnunum. 

myndstef-logo_edited.jpg

Myndstef – Myndhöfundarsjóður Íslands var stofnað árið 1991 og er stjórnað af stjórn sem samanstendur af fulltrúum aðildarfélaga Myndstefs. Tilgangur samtakanna er að fara með höfundarétt félagsmanna vegna opinberra endurbirtinga og sýninga á verkum þeirra og stuðla að almennri höfundaréttargæslu á þessu sviði.

jhsfgh.PNG

Bandalag íslenskra listamanna, skammstafað BÍL, er bandalag fagfélaga listamanna í hinum ýmsu listgreinum og er tilgangur þess fyrst og fremst að styðja vöxt og viðgang íslenskra lista, bæði innanlands og utan, gæta hagsmuna íslenskra listamanna og efla með þeim samvinnu og samstöðu. 

Bildschirmfoto 2021-01-16 um 18.12.02.pn

International Association of Art, IAA/AIAP, eru félagasamtök sem starfa í opinberu samstarfi við UNESCO, og samanstendur af listamönnum sem í meginatriðum tilheyra sviði málara, myndhöggvara, grafíklistamanna og listamanna sem stunda annars konar skapandi vinnu í myndlist.

Bildschirmfoto 2021-01-16 um 18.11.06.pn

Samtök norskra myndlistarmanna (NBK) eru aðildarsamtök sem hafa skuldbundið sig til að efla vitsmunalega, félagslega, lagalega og efnahagslega hagsmuni myndlistarmanna.

Bildschirmfoto 2021-01-16 um 18.09.39.pn

Samtök myndlistarmanna (BKF) eru fagsamtök myndlistarmanna í Danmörku með 2.000 meðlimi. Megintilgangur félagsins er að gæta faglegra, efnahagslegra, félagslegra og lagalegra hagsmuna listamanna og efla hlutverk listarinnar hvar sem er í samfélaginu. BKF stendur vörð um listrænt frelsi einstakra listamanna og virðingu fyrir myndlist almennt.

bottom of page