top of page

Portfolio gallerí: bragi - Bragi Ásgeirsson

508A4884.JPG

miðvikudagur, 10. ágúst 2022

Portfolio gallerí: bragi - Bragi Ásgeirsson

BRAGI ÁSGEIRSSON


Verið velkomin á opnun sýningarinnar ,,bragi" í Portfolio gallerí
fimmtudaginn 11. ágúst kl 17:00
Um 20 verk eftir Braga Ásgeirsson frá árunum 1967-1997 munu tilheyra sýningunni
sem stendur fram til 3. september.

,,Hann festist aldrei í einni nálgun heldur prófaði sig endalaust við það sem var á döfinni og kafaði djúpt í tæknina, hvort það var málverk, teikning, þrykk eða assemblage."
Jón Proppe


Léttar veitingar í boði.


Um Braga Ásgeirsson:

Bragi Ásgeirsson (fæddur 28.maí 1931, dáinn 25. mars 2016) var grafíklistamaður, listmálari og myndlistakennari. Þar að auki var hann um árabil gagnrýnandi á Morgunblaðinu. Bragi fékk riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu árið 2001 fyrir „störf í þágu lista og menningar.“


Bragi nam við Handíða- og myndlistarskólann á árunum 1947 til 1950. Að náminu loknu hélt hann til Danmerkur þar sem hann nam við Listaháskólinn í Kaupmannahöfn frá 1950 til 1952 og frá 1955 til 1956. Frá 1952 til 1953 stundaði Bragi nám við Listaháskólann í Osló í Noregi og við Listiðnaðarskólinn. Hann dvaldi í Róm og Flórens frá 1953 til 1954 og var meðlimur í Associazione Artistica Internazionale í Róm. Bragi nam við Listaháskólann í München í Þýskalandi frá 1958 til 1960. Hann hefur farið í námsferðir víða í Evrópu, til Bandaríkjanna, Kanada, Kína og Japans.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page