Opnun Kemur í ljós 13.01.2023 1
fimmtudagur, 12. janúar 2023
Opnun Kemur í ljós 13.01.2023 1
Þér er boðið á opnun sýningarinnar Kemur í ljós næstkomandi föstudag 13. Janúar kl 17:00 í Höggmyndagarðinum við Nýlendugötu 17a. Sýnd verða ljósaverk eftir Hrund Atladóttur sem munu lýsa upp skammdegið og bæta andlega heilsu gesta og gangandi í Janúar.
Hrund Atladóttir vinnur yfirleitt með tímalínuna og skipar kvikun veigamikinn sess í hennar verkum. Hún hefur undanfarin ár vakið mesta athygli fyrir stórar vídjóinnsetningar í almenningsrýmum. Í þetta sinn er lífsklukkan tímalínan og kvikunin mun eiga sér stað í líkömum áhorfanda. Myndhöggvaragarðurinn fær yfir sig sumar birtu og geta þannig gestir og gangandi fengið sinn skammt af dagsljósi allan sólarhringinn í miðju skammdegi.
“Innri móðurklukka líkamans, lífsklukkan, er afmarkaður klasi af taugafrumum í undirstúku heilans. Í frumum lífsklukkunar er takturinn sleginn og vísindamönnum hefur tekist að einangra genin sem liggja þar að baki, svonefnd klukkugen. Dægursveiflur þar mælast 24 klukkustundir en þó einungis að því gefnu að réttar upplýsingar berist um stöðu jarðar gagnvart sólu, þ.e. ytri tímann. Slík tímamerki eru margvísleg í umhverfinu en dagsbirtan er þar þýðingarmest.”