top of page

Opnar í febrúar: Styrkumsoknir.is

508A4884.JPG

miðvikudagur, 1. febrúar 2023

Opnar í febrúar: Styrkumsoknir.is

Síðustu mánuði höfum við unnið hörðum höndum að opnun á nýjum vef, styrkumsoknir.is, þar sem verður í boði rafrænn stuðningur við frumkvöðla, s.s. rafbækur, gagnapakka, námskeið og fleira. Fylgist með innhólfinu ykkar því við munum senda ykkur afsláttarkóða þegar síðan opnar svo þið getið fengið stuðning við styrkumsóknaskrifin.

Samhliða þessari opnun færum við fókusinn okkar á nýsköpun og hönnun. Ef þú ert í menningar- og listageiranum þarftu þó ekki að örvænta því Unnur Sara Eldjárn hjá Wrap My Music er með ýmis konar fræðslu og þjónustu fyrir verkefni á sviði tónlistar, hljóðritunar og sviðslista.

Hæ Samband íslenskra myndlistarmanna

Þá er ekki seinna vænna en að fara að skoða styrkina framundan, enda mikið um umsóknarfresti í febrúar. Hér eru helstu umsóknarfrestirnir.

• Nýsköpunarsjóður námsmanna (6. feb)
• Matvælasjóður (28. feb)
• Hönnunarsjóður (7. feb)
• Sprotasjóður (16. feb)
• Fræ (alltaf opinn)
• Heimsmarkmiðasjóður um þróunarsamvinnu (alltaf opinn)

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page