top of page

Norræna húsið: Sjálfbær samruni – plöntublinda og fjölbreytt sjónarhorn lífvera

508A4884.JPG

miðvikudagur, 24. nóvember 2021

Norræna húsið: Sjálfbær samruni – plöntublinda og fjölbreytt sjónarhorn lífvera

Sjálfbær samruni – plöntublinda og fjölbreytt sjónarhorn lífvera

Þverfræðilegt málþing um listir, vísindi og sjálfbærni verður haldið næstkomandi fimmtudag í Norræna húsinu milli kl. 16 og 18. Viðburðurinn er sá þriðji og síðasti í viðburðaröðinni Sjálfbær samruni – samtal lista og vísinda um sjálfbærni. Blandað verður saman erindum, listrænum uppákomum og umræðum sem tengjast sjálfbærri þróun. Stofnun Sæmundar fróða um sjálfbæra þróun og Norræna húsið standa að viðburðaröðinni. Viðburðurinn fer fram á ensku og hægt er að mæta í sal eða fylgjast með í streymi. Málþingið er opið öllum (hugað verður að sjálfsögðu að fjöldatakmörkun og sóttvörnum) og aðgangur frír.

Getur listin geti eflt vísindamiðlun og læknað okkur af plöntublindu?
Með hvaða hætti má vinna með búsvæði og verndun lífvera og vistkerfa sem listrænan efnivið? Hvernig tengjast epli og heimsendir?

DAGSKRÁ:
“Apples and Apocalypse”
Karl Ágúst Þorbergsson – sviðslistamaður, lektor og fagstjóri við sviðshöfundabraut Listaháskóla Íslands
“Conversations from shared lands”
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson – Listrænt tvíeyki
“Beyond plant blindness”
Dawn Sanders – Dósent við menntavísindasvið Gautaborgarháskóla

Tónlistaratriði - Sóley

Spurningar og svör
Boðið verður upp á veitingar og spjall í lokin!

Gestir að þessu sinni eru:

Dawn Sanders er dósent við menntavísindasvið Gautaborgarháskóla þar sem hún sérhæfir sig í kennslufræðum og miðlun tengdri líffræði plantna. Hún hefur leitt þverfræðilegt rannsóknarteymi listamanna, vísindamanna og sérfræðinga í kennslufræðum í rannsóknarverkefninu “Beyond Plant Blindness: Seeing the importance of plants for a sustainable world”, sem hlaut styrk frá Sænska rannsóknaráðinu.
Bryndís Snæbjörnsdóttir og Mark Wilson er listatvíeyki sem sérhæfir sig í listrannsóknum. Gegnum listina fjalla þau um og rannsaka sögu, menningu, umhverfi og samspil mannfólks og annara dýrategunda. List þeirra hefur verið sýnd og rannsóknir þeirra birtar á alþjóðavettvangi.
Karl Ágúst Þorbergsson kennir m.a. sjálfbærniáfanga við sviðslistadeild Listaháskóla Íslands og hefur gert hnattrænar áskoranir eins og loftslagsvá, hnignun vistkerfa og ójöfnuð að efniviði sínum, meðal annars í satíru pistlunum Yfirvofandi heimsendir á Rás1.
Sóley er íslenskt tónskáld og söngkona sem hefur vakið athygli á alþjóðlegum vettvangi. Hún hefur gefið út tónlist í eigin nafni og í samstarfi við annað tónlistarfólk og má þar nefna hljómsveitirnar Seabear og Team dreams. Hún hefur gert hnattrænar áskoranir að efnivið tónlistar sinnar með einstakri næmni og fallegum flutningi.

Menning og listir eru drífandi afl í stórum samfélagslegum breytingum og sinna mikilvægu hlutverki á umbrotatímum. Nauðsynlegt er að virkja skapandi hugsun og efla samstarf milli lista og vísinda til að takast á við yfirvofandi áskoranir eins og loftslagsvá, tap á líffræðilegri fjölbreytni og ójöfnuð. Markmiðið með viðburðaröðinni er að efla þetta samtal, veita innblástur og vekja athygli á hlutverki skapandi greina í vegferðinni að sjálfbærara samfélagi. Í viðburðaröðinni kemur fólk úr ýmsum skapandi greinum svo sem myndlist, tónlist, sviðslistum og ritlist saman og ræðir við fólk úr vísinda- og fræðasamfélaginu um sjálfbærni frá ýmsum sjónarhornum.


-----------------------------------------------------
Synthesizing Sustainability - Multispecies Storytelling and Plant Blindness

Welcome to the Nordic House 25.11.21 kl: 16:00 - More details.

A multidisciplinary seminar about art, science and sustainability will take place in the Nordic house this Thursday between 16:00 and 18:00. The Institute for Sustainability Studies at the University of Iceland and the Nordic House are hosting the event series Synthesizing Sustainability – a Dialogue between Art and Science. This third and last event in the series will be held in English and will include interspecies storytelling, apples and apocalypse, plant blindness and musical expression in the Anthropocene. It will also be possible to stream the event through this link. Free admission and open to all with the limitation of current c19 restrictions.


How can art affect scientific narratives and make us see beyond plant blindness?
How might plant-based sensoric experiences influence human
perceptions of plants? How does habitat and displacement, conservation and postcolonial perspectives become the central focus of artistic research? And why apples and apocalypse?
PROGRAMME:

“Apples and Apocalypse”
Karl Ágúst Þorbergsson - Performance Maker, Assistant Professor and Program Director at the Performance and Theatre Making course at the Iceland University of the Arts
“Conversations from Shared Worlds”
Bryndís Snæbjörnsdóttir, Professor of Fine Arts, Iceland University of the Arts and Mark Wilson, Professor of Fine Art, University of Cumbria
“Beyond plant blindness”
Dawn Sanders - Associate Professor at the Faculty of Education, University of Gothenburg
Music performance by musician Sóley

Q&A
After the event, there will be light refreshments and conversations!

Lecturers and performers:

Dawn Sanders is an associate professor at the Faculty of Education at the University of Gothenburg (Sweden), where she specializes in biological didactics and botanical education. She led the interdisciplinary research project “Beyond Plant Blindness: Seeing the importance of plants for a sustainable world”, which consisting of researchers from art, science and education
Bryndís Snæbjörnsdóttir and Mark Wilson practice research-based art, where they explore issues of history, culture and environment in relation to human and non-human animals. Their artwork has been exhibited internationally and they have published several research papers as well as collaborating in international interdisciplinary research projects.
Karl Ágúst Þorbergsson is a performance maker, Assistant Professor and Programme Director at the Performance and Theatre Making Programme at the Iceland University of the Arts, where he also teaches courses on sustainability. Global challenges have been a central subject in his work, and he has held a series of satiric radio monologues on the topic impending apocalypse.
Sóley is an Icelandic internationally renowned singer and songwriter. She has released several solo albums as well as collaborating with other musicians like Seabear, as well as being a member of Team Dreams. Global challenges have often been a central to her lyrics and musical expression.

The creative fields are influential within society and serve important roles as communicators of new concepts and ideas. They can be driving forces for social paradigm shifts, and for creating new norms. It is important to foster an open and fertile dialogue between science and art and for these fields to support each other, exchange ideas and communicate while searching for creative solutions.
In the event series, we gather people from the creative fields and science to discuss sustainability and opportunities that may be found in interdisciplinary endeavors between the different fields. The aim is to make connections and inspire and strengthen this dialogue.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page