top of page

Listasafn Árnesinga: RÓLON - Magnús Helgason

508A4884.JPG

föstudagur, 28. janúar 2022

Listasafn Árnesinga: RÓLON - Magnús Helgason

Verið velkomin í Listasafn Árnesinga opnunarhelgina
5-6 febrúar frá 12-17.
RÓLON
Magnús Helgason
5. febrúar – 22. maí 2022

Frá því að Magnús Helgason útskrifaðist með BA-gráðu í myndlist frá AKI í Enschede í Hollandi árið 2001 hefur hann aðallega unnið með tilraunakvikmyndalist, innsetningar, málverk og skúlptúr. Snemma á ferlinum einbeitti Magnús sér að tilraunum í kvikmyndalist og hljóð-/myndinnsetningum, sem meðal annars fólu í sér kvikmyndaverkefni tengd tónleikahaldi Jóhanns Jóhannssonar. Síðan þá hafa verk hans þróast yfir í áþreifanlegri innsetningar sem minna um margt á fyrri hljóð-/myndverk hans, en sjónarhornið hefst á sjálfu gangvirkinu.
Sýningin samanstendur af ákveðnum innsetningum sem unnar eru úr ýmiskonar efniviði. Rauði þráðurinn er lögmál eðlisfræðinnar og verkin bjóða okkur upp á að upplifa undrun yfir einföldum vísindalögmálum. Þættir þessarar sýningar sérstaklega eru: stálkúlur og fimleikaborðar. Hver þáttur er látinn hverfast – ýmist snúast á staðnum eða hringsóla í stærri eða minni hringi og þannig gefa til kynna einskonar sólkerfi sem áhorfandinn stígur inn í.
Í verkum sínum notast Magnús oft við fundinn efnivið sem hann umbreytir ýmist í tvívíð málverk eða þrívíðar innsetningar. Hann velur hluti og efni, sem stundum hefur verið umbreytt af náttúrunni eða af mannavöldum til annarra nota, og setur þetta aftur saman í nýja heild. Í leit að fegurð og jafnvægi mæta verkin áhorfandanum í gegnum skynjunina.
Sýningarstjóri: Erin Honeycutt

Listamannaspjall: 6 febrúar klukkan 14:30

sjá nánar á www.listasafnárnesinga.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page