Hillebrandshúsið, Blönduósi: Flói - Finnbogi Pétursson - Sýningarlok
miðvikudagur, 10. ágúst 2022
Hillebrandshúsið, Blönduósi: Flói - Finnbogi Pétursson - Sýningarlok
Sýningu Finnboga Péturssonar, Flói, sem sýnd er í Hillebrandshúsinu í gamla bænum á Blönduósi líkur sunnudaginn 14. ágúst. Um sýninguna segir Áslaug Thorlacius sýningarstjóri. ,,Það reyna það margir en það er ekki öllum gefið - að tengja saman list og vísindi með sannfærandi hætti, án tilgerðar. Þegar horft er yfir rúmlega fjörutíu ára langan myndlistarferil Finnboga Péturssonar blasir við að hann er meira og minna alltaf að kljást við það erfiða verkefni að koma flóknum eðlisvísindum yfir á einfalt og auðskilið myndrænt form. Hann er eins og kennari með köllun sem er sífellt að miðla upplýsingum um dýpstu rök tilverunnar: Tímann, þögnina, eldinn, vatnið, fjarlægar stjörnur, skjálfandi jörð, eilífðina og bara öll þau öfl og krafta sem knýja alheiminn áfram".
Sýningin er opin alla daga frá klukkan 13 til 18 og er aðgangur ókeypis.
Akleifum.is