top of page

Grásteinn Gallery: Hringfari - Emilia Telese

508A4884.JPG

föstudagur, 16. desember 2022

Grásteinn Gallery: Hringfari - Emilia Telese

Hringfari – The Circumnavigator
15. desember 2022 – 15. janúar 2023
Opnunarkvöld fimmtudaginn 15. desember 2022 17:00 til 19:00
Grásteinn Gallery – Skólavörðustígur 4
Reykjavík, Ísland
Hringfari - The Circumnavigator er ný röð af “gjörninga-til-málverkum” eftir Emilia Telese sem verður sýnd í fyrsta sinn í Gallery Grásteini í Reykjavík í desember 2022.
Emilia Telese sameinar flórensneska þjálfun sína á endurreisnartækni með iðkun sinni sem gjörninga- og hugmyndalistamaður undanfarin 25 ár. Hún hefur skapað röð verka sem efast um hvernig við greinum gildi í list, auk þess að tjá líkamlegt og tilfinningalegt ferðalag.
Telese lék og hljóðritaði tíu verk sem sýndu hana sjálfa og fólkið í lífi hennar og málaði þau í kjölfarið. Hún notaði hefðbundnar aðferðir og forn litarefni tengd Pompeii freskum, bæði sem tilvísun til æsku hennar, að búa nálægt bænum sem eyðilagðist árið 79 e.Kr. og eldfjallanáttúru landsins sem hún kom til að búa.
Verkin sem myndast mynda Hringfara – hringfarann, tíu hugleiðingar um eðli og gildi skammvinnra og áþreifanlegra gripa, kortlagningu hugarástands, auk líkamlegra og tilfinningalegra ferða milli Ítalíu og Íslands.
Hringfari – The Circumnavigator heldur áfram hugmyndafræðilegri rannsókn Emilia Telese þar sem áhersla er lögð á áþreifanleika skammvinnra listforma og skynjun samfélagsins á verðmæti milli listamanna og gripanna sem þeir framleiða.
Emilia Telese (Sarno,Italía, 1973) útskrifaðist í málaralist frá Listaakademíunni í Flórens árið 1996 og í framhaldi nam hún við við háskólann í Brighton og við háskólann í Sussex. Hún lauk doktorsgráðu frá háskólanum í Loughborough á Bretlandi árið 2020. Hún hefur sýnt víða um heim frá árinu 1994, þar á meðal í Louvre (París 2012), New Forest Pavilion á 51. Feneyjatvíæringnum (Feneyjar, 2005), Ars Electronica (Linz, 2002 - 2003), ZKM (Karlsruhe, 2007), The Freud Museum (London 2010) svo fátt sé að nefna. Hún vinnur þvert á hefðbundna miðla með tímatengdum verkum og með áherslu á þemu um meðvitaða þátttöku, pólitíska og samfélagslega umræðu og táknræn líkamleg samskipti sem vekja upp spurningar um okkar samfélagslegu margbreytilegu mynstur.

__________
Hringfari – The Circumnavigator
15 December 2022 – 15 January 2023
Opening Night Thursday 15th December 2022 5 to 7pm
Grásteinn Gallery – Skólavörðustígur 4
Reykjavík, Iceland
Hringfari - The Circumnavigator is a new series of performance-to-painting works by Emilia Telese, which will be shown for the first time at Gallerí Grasteinn in Reykjavík, Iceland, in December 2022.
Combining her Florentine training on Renaissance techniques with her practice as a performance and conceptual artist over the past 25 years, Emilia Telese has created a series of works which question the way we identify value in art, as well as expressing a physical and emotional journey.
Telese performed and recorded ten performance pieces featuring herself and the people in her life, subsequently painting them, making use of traditional methods and ancient pigments associated with Pompeii frescoes, as both a reference to her childhood near the town destroyed in 79 A.D. and to the volcanic nature of the country she came to live.
The resulting pieces form Hringfari – The Circumnavigator, ten meditations on the nature and value of ephemeral and tangible artefacts, mapping states of mind, as well as physical and emotional travels between Italy and Iceland.
Hringfari – The Circumnavigator continues Emilia Telese’s conceptual research focusing on the tangibility of ephemeral artforms and society’s perceived separation of value between artists and the artefacts they produce.
Emilia Telese (Born in Sarno (Italy) 1973, lives and works in Reykjavík) graduated in Painting from the Fine Arts Academy in Florence in 1996, subsequently furthering her studies at the University of Brighton, University of Sussex and a PhD from the University of Loughborough, UK, in 2020. She has exhibited worldwide since 1994, including the Louvre (Paris 2012), the Venice Biennale (2005), Ars Electronica (Linz, 2002 - 2003), ZKM (Karlsruhe, 2007), The Freud Museum (London 2010) and more. Her practice crosses traditional media with time-based practice, focusing on themes of conscious engagement, political and social debate, non-verbal communication and the questioning and deconstruction of social behaviour.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page