top of page

Geómetría | Síðasta sýningarhelgi
8.10.2022 - 22.1.2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 19. janúar 2023

Geómetría | Síðasta sýningarhelgi
8.10.2022 - 22.1.2023

Geómetría | Síðasta sýningarhelgi
8.10.2022 - 22.1.2023

Nú er gengin í garð lokavika sýningarinnar Geómetríu í Gerðarsafni. Í tilefni þess fara fram þrír viðburðir næstu helgi, skúlptúrsmiðja og spjall um módernískan arkitektúr á laugardeginum og leiðsögn sýningarstjóra á sunnudeginum.

Aðgangur er ókeypis og öll hjartanlega velkomin á meðan húsrúm leyfir. Nánari upplýsingar má finna hér fyrir neðan.


Allt og hvaðeina | Skúlptúrsmiðja
21.1.2023 kl. 13:00-15:00
Brynhildur Kristinsdóttir og Marta María Jónsdóttir leiða smiðju þar sem unnin verða þrívíð verk undir áhrifum frá Gerði Helgadóttur. Smiðjan er haldin í tengslum við sýninguna Geómetríu.
Í smiðjunni gefst fjölskyldum tækifæri til að búa til litla skúlptúra úr við, vír, garni, trépinnum og pappír. Unnið verður út frá þrívíðum verkum Gerðar og leikið með form, línur og fleti. Ímyndunaraflinu verður gefinn laus taumur þannig að „allt og hvaðeina“ geti gerst, hver veit nema fletir og form breytist í tungl, plánetur eða sólir*.
„Allt og hvaðeina“ er titill á þríleik eftir dulspekinginn Gurdjieff, en Gerður iðkaði hugrækt eftir forskrift Gurdjieffs og hafði það mikil áhrif á listsköpun hennar.

Gerðarsafn | Allt og hvaðeina (kopavogur.is)

Geómetría | Leiðsögn um byggingarlist
21.1.2023 kl. 14:00

Loji Höskuldsson myndlistarmaður og áhugamaður um módernískan arkitektúr talar um hús Sigvalda Tordarsonar í tengslum við sýninguna Geómetríu.

Eitt af aðaleinkennum geómetrísku abstraktlistarinnar er áhersla á liti og form. Loji mun skoða tengingar milli myndlistar og byggingarlistar 6. áratugarins, þegar módernisminn kom á fullu farti inn í íslenskar listir og menningarlíf.

Loji Höskuldsson (f. 1987) er íslenskur listamaður. Hann útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands árið 2010. Í myndlist sinni kannar hann hefðbundnar og nýjar leiðir í útsaumi, tækni sem hann hefur þróað og unnið með móður sinni. Í útsaumi Loja er viðfangsefnið fengið úr hversdagsleikanum, plöntur, ávextir og hlutir sem finnast á heimilum.

Geómetría | Leiðsögn um byggingarlist | Facebook

Leiðsögn um Geómetríu | Sýningarstjóraspjall
22.1.2023 kl. 14:00

Leiðsögn um sýninguna Geómetríu í Gerðarsafni á síðasta sýningardegi. Brynja Sveinsdóttir og Cecilie Gaihede sýningarstjórar leiða gesti um sýninguna.

Geómetría spratt úr tilraunamennsku og framsæknum hugmyndum um eðli og möguleika listarinnar. Hreyfingin kom sem loftsteinn inn í íslenskt menningarlíf í upphafi sjötta áratugarins og olli straumhvörfum í listalífi þjóðarinnar. Hreyfingin var andsvar við ríkjandi fagurfræði þar sem leitast var við að finna nýjar leiðir til sköpunar og tjáningar. Geómetrían var ekki einangruð myndlistarstefna heldur nýtt viðmót, túlkun og tjáning á samtímanum þar sem myndlistin flæddi út fyrir rammann, samruni listgreina var mögulegur og borgin var vettvangur menningar.

Listamenn sýningarinnar eru Ásgerður Búadóttir, Benedikt Gunnarsson, Eiríkur Smith, Eyborg Guðmundsdóttir, Gerður Helgadóttir, Guðmunda Andrésdóttir, Guðmundur Benediktsson, Hafsteinn Austmann, Hjörleifur Sigurðsson, Hörður Ágústsson, Karl Kvaran, Kjartan Guðjónsson, Kristín Jónsdóttir frá Munkaþverá, Málfríður Konráðsdóttir, Nína Tryggvadóttir, Skarphéðinn Haraldsson, Svavar Guðnason, Sverrir Haraldsson, Vala Enard Hafstað, Valtýr Pétursson & Þorvaldur Skúlason.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page