top of page

Gallerí Grótta: ERKITÝPUR OG VÆNGJAÐAR VERUR - Messíana Tómasdóttir

508A4884.JPG

laugardagur, 12. febrúar 2022

Gallerí Grótta: ERKITÝPUR OG VÆNGJAÐAR VERUR - Messíana Tómasdóttir

Messíana Tómasdóttir sýnir ERKITÝPUR OG VÆNGJAÐAR VERUR í sýningarsal Seltjarnarness, Gallerí Gróttu, frá 17. febrúar til 19. mars. Verkin samanstanda af 18 textílverkum af vængjuðum verum og 16 erkitýpum, bæði sem veggskúlptúrum og leikbrúðum.

Í textílverkunum og leikbrúðunum er gengið út frá krossforminu, sem Messíana sér sem tákn manneskju með opinn faðm. Í litum verkanna er gengið út frá regnboganum og orkustöðvunum í hverjum mannslíkama. Erkitýpur tákna blæbrigði í skaphöfn manna sem ýmist ber að rækta og nota, sér og öðrum til góðs, en síðan hefur hver erkitýpa skuggahlið sem skaffar okkur mönnunum misjafnlega erfið verkefni, og þá þarf ýmist að losa sig við skuggann eða nota hann til þroska.

Auk samsýninga er Erkitýpur og vængjaðar verur 18. myndlistarsýning Messíönu.

Við opnun sýningarinnar verður flutt tónverk eftir Rory Murphy sem tileinkað er Erkitýpunum. Texta Oddnýjar Eir Ævarsdóttur syngur Messíana Halla Kristinsdóttir sópran. Tónverkið verður endurtekið kl.13:00 alla laugardaga á meðan sýningin stendur yfir.

Messíana Tómasdóttir stundaði nám í myndlist, leikmynda-og búningahönnun og brúðleikhúsi hér á Íslandi, í Danmörku og í Frakklandi. Hún er höfundur að leikmyndum og búningum um 80 leiksýninga, ópera og sjónvarpsverka hér á landi og erlendis. Þá hefur hún leikstýrt og skrifað leikgerðir og óperutexta. Messíana hefur haldið fjölda myndlistarsýninga auk samsýninga, haldið námskeið og flutt fyrirlestra um litafræði og brúðuleikhús hér heima, á Norðurlöndunum og víðar. Messíana var borgarlistamaður Reykjavíkur 1982, bæjarlistamaður Seltjarnarness 2003 og Heiðurslistamaður Félags leirmynda- og búningahöfunda 2014.

Vefsíða: www.messiana.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page