top of page

Fundarboð: Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna fimmtudaginn 16. maí 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 11. apríl 2024

Fundarboð: Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna fimmtudaginn 16. maí 2024

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna verður haldinn fimmtudaginn 16. maí 2024* á Korpúlfsstöðum kl. 17:00-19:00.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál

Tillaga stjórnar um breytingu á inntökureglum: sjá PDF viðhengi

Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Framboðsfrestur vegna stjórnarkjörs 2024 rann út þann 4. apríl kl. 16:00. Eftirtalin framboð bárust:

Til formanns:
Anna Eyjólfsdóttir
Tinna Guðmundsdóttir

Til stjórnar:
Anna Rún Tryggvadóttir
Bryndís Brynjarsdóttir
Helga G. Óskarsdóttir
Hlynur Helgason
Hulda Ágústsdóttir
Logi Bjarnason
Martynas Petreikis
Sesselja Tómasdóttir
Sigrún Harðardóttir
Soffía Sæmundsdóttir
Þóra Gunnarsdóttir

Kjósa skal tvo aðalmenn í stjórn og einn varamann.

Þeir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta í kjöri meðstjórnenda taka sæti í stjórn. Sá sem næstur kemur tekur sæti varamanns. Hljóti tveir menn jafna atkvæðatölu skal varpað hlutkesti á milli þeirra, sbr. 7. gr.

Eftirtaldir stjórnarmenn og varamaður voru kjörnir til tveggja ára í maí 2023
og lýkur þeirra kjörtímabili 2025:

Pétur Thomsen, aðalmaður
Þóra Karlsdóttir, aðalmaður
Elísabet Stefánsdóttir, varamaður

Stjórnin skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir.

Áður en kosning hefst fá fullgildir félagsmenn sendan rafrænan kjörseðil í tölvupósti. Kosning stendur yfir í tvo sólarhringa frá 14. maí kl 12:00 til 16. maí kl 12:00.

Þeir félagsmenn sem enn skulda félagsgjöld ársins 2024 og/eða eldri eru hvattir til að greiða þau tímanlega, að öðrum kosti fá þeir ekki sent atkvæði og geta ekki nýtt atkvæðisrétt sinn.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM í tölvupósti á sim@sim.is eða í síma 551 1346

*Í fyrra fundarboði kom fram að dagsetning væri 16. apríl og er það rangt. Rétt dagsetning er 16. maí 2024. Við biðjumst velvirðingar á mistökunum.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page