top of page

Fundarboð: Aðalfundur SÍM 2024

508A4884.JPG

fimmtudagur, 18. janúar 2024

Fundarboð: Aðalfundur SÍM 2024

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna verður haldinn laugardaginn 27. apríl 2024 á Korpúlfsstöðum frá kl. 13–15.

Dagskrá aðalfundar:
1. Skýrsla stjórnar
2. Reikningar
3. Stjórnarkosning
4. Kosning eins fulltrúa í sambandsráð sbr. 9. gr.
5. Kosning félagslegs skoðunarmanns og endurskoðanda til eins árs
6. Lagabreytingar
7. Ákvörðun félagsgjalda
8. Önnur mál

Eftirtaldir stjórnarmenn voru kjörnir til tveggja ára í maí 2022 og lýkur þeirra kjörtímabili á þessum aðalfundi:

Anna Eyjólfsdóttir, formaður, Hlynur Helgason og Freyja Eilíf, aðalmenn.

Anna Eyjólfsdóttir, hefur ákveðið að bjóða sig fram á ný sem formann SÍM næsta kjörtímabil.

Skrifleg tilkynning um framboð til stjórnarstarfa skal hafa borist skrifstofu SÍM eigi síðar en kl. 16:00, fimmtudaginn 14. mars 2024.

Stjórnin skal kosin rafrænt og eru allir skuldlausir félagsmenn sambandsins kjörgengir. Allar samþykktir á aðalfundi verða að hljóta einfaldan meirihluta greiddra atkvæða.

Þann 21. mars n.k. verður sent út endanlegt fundarboð með lista yfir þá félagsmenn sem gefa kost á sér til stjórnarstarfa fyrir SÍM næsta kjörtímabil.

Nánari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM í tölvupósti á sim@sim.is eða í síma 551 1346.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page