top of page

Félag íslenskra myndlistarmanna: Að finna listinni samastað

508A4884.JPG

föstudagur, 22. apríl 2022

Félag íslenskra myndlistarmanna: Að finna listinni samastað

Í tilefni af 80 ára afmæli Félags íslenskra myndlistarmanna ákvað stjórn þess að láta skrá sögu félagsins og fékk til verksins Kristínu G. Guðnadóttur listfræðing.

Haft var að leiðarljósi að bókin yrði aðgengileg öllum þeim sem vilja kynna sér sögu og tíðaranda íslenskrar listpólitíkur þau 80 ár sem liðin eru frá stofnun félagsins. Í bókinni er varpað ljósi á aðdraganda, stofnun og sögu FÍM frá árinu 1941 og innsýn veitt í innviði og starfsumhverfi myndlistar á Íslandi þess tíma. Saga félagsins er einnig rakin með ítarlegu myndefni af starfi þess, m.a. haustsýningum FÍM og sýningum félagsins á Listahátíð í Reykjavík.

Saga FÍM er saga mikilla átaka og baráttu við að koma upp sýningaraðstöðu, en líka frásögn af samheldni listamanna sem á óeigingjarnan hátt börðust fyrir því að finna myndlistinni stað í samfélagi sem lítinn skilning hafði á gildi hennar. Sagt er frá byggingu Listamannaskálans, átökum um hlut listamanna í byggingu Kjarvalsstaða, og afskiptum stjórnvalda af vali listamanna á Rómarsýningu 1955. Bókin er seld í safnaverslunum Listasafns Reykjavíkur og í bókabúðum Pennans Eymundsson.

Ritnefndina skipuðu þær Guðbjörg Lind Jónsdóttir, Guðrún Kristjánsdóttir og Steinunn G. Helgadóttir sem einnig sitja í stjórn félagsins ásamt Kristínu Geirsdóttur og Ólöfu Oddgeirsdóttur.

Hönnuður bókarinnar er Hildigunnur Gunnarsdóttir.

Myndritstjóri Margrét Tryggvadóttir
Útgefandi bókarinnar er Félag íslenskra myndlistarmanna.

Nánari upplýsingar: Guðbjörg Lind Jónsdóttir formaður FÍM, sími 693 0967

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page