top of page

Borgarbókasafn, Spönginni: Endurkast - Camilla Reuter

508A4884.JPG

miðvikudagur, 2. mars 2022

Borgarbókasafn, Spönginni: Endurkast - Camilla Reuter


Myndlistarsýning | Endurkast
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
Sýningin stendur frá 3.– 31. mars 2022

Endurkast er yfirskrift sýningar Camillu Reuter sem verður opnuð í Borgarbókasafninu Spönginni fimmtudaginn 3. mars kl. 17.
Í olíumálverkum Camillu Reuter endurkastast myndir af líkömum á striga á draumkenndan hátt, áhorfendum er boðið að njóta fagurfræðilegrar upplifunar lita, forms og samsetningar. Litir eru í fyrirrúmi, þeir tjá tilfinningar í gegnum líkamann, hreyfingar endurkasta veruleikanum og grípa frumspekilegan kjarna líkamlegra vídda okkar.
Camilla Reuter er listamaður af finnskum uppruna, hún útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2017. Hún vinnur tilfinningaleg verk út frá persónulegu lífi sínu og notar gjarnan vini og fjölskyldu sem myndrænan innblástur fyrir verkin. Í sköpunarferlinu segist hún leita myndrænna lausna til að tjá og samræma takt, liti og form.
Sýningin stendur til 31. mars og hana má skoða á opnunartíma safnsins, mán-fim kl. 10-19, fös kl. 11-18 og lau kl. 11-16.

Viðburður á heimasíðu
Viðburður á facebook

Nánari upplýsingar veita:

Camilla Reuter
reuter.camilla@gmail.com | s. 781 0927
Sigríður Stephensen
sigridur.steinunn.stephensen@reykjavik.is | s. 411 6230

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page