top of page

Atli Pálsson: Þar sem köttur hvílir, þar er heimili, Outvert Art Space 11.2 – 5.3. 2023

508A4884.JPG

fimmtudagur, 16. febrúar 2023

Atli Pálsson: Þar sem köttur hvílir, þar er heimili, Outvert Art Space 11.2 – 5.3. 2023

Laugardaginn 11. febrúar kl. 16 verður opnun sýning á verkum Atla Pálssonar í Úthverfu á Ísafirði. Sýningin ber heitið ,,Þar sem köttur hvílir, þar er heimili‘‘ og stendur til sunnudagsins 5. mars. Listamaðurinn verður viðstaddur opnun sýningarinnar og boðið verður uppá léttar veitingar.
Atli Pálsson er myndlistarmaður sem útskrifaðist vorið 2020 frá Listaháskóla Íslands. Verk Atla rýna oft í hversdagslegar athafnir og samfélagsleg gildi á húmorískan máta. Viðfangsefni eins og tilefnislaus verðlaun, persónulegir sigrar, ofurgestrisni og gjafmildi hafa verið í forgrunni verka hans, sem og persónusköpun. Ofgnótt einkennir oft framsetningu þessara hugmynda. Undanfarið hefur Atli beint sjónum sínum að heimilinu í verkum sínum í seríu sem kallast “vistarverur”. Sýningin “Þar sem köttur hvílir, þar er heimili” er ákveðið framhald af vangaveltum um umhverfi og andrúmsloft sem myndast getur í heimilisrýminu. Á sýningunni er áhorfandanum boðið að kynnast hópi katta inni á heimili þeirra. Þeir horfa löngunaraugum út um gluggann á fuglana sem fljúga frjálsir. Kannski einn daginn komast þeir sjálfir á flug.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page