top of page

Árbæjarsafn: Vindóróasmiðja í Kornhúsinu

508A4884.JPG

fimmtudagur, 17. febrúar 2022

Árbæjarsafn: Vindóróasmiðja í Kornhúsinu

Vindóróar í Árbæjarsafni
Sunnudaginn 20. febrúar kl. 14-15.
Í tilefni af upphafi Góu verður boðið upp á vindóróasmiðju í Kornhúsinu í Árbæjarsafni. Óróarnir verða útbúnir úr mórauðri ull og trjágreinum svo úr verður fallegt listaverk sem börnin taka með sér heim.
Góa er fimmti og næstsíðasti mánuður vetrar eftir gömlu íslensku tímatali og í gamla daga tíðkaðist að hengja upp rauðan ullarlagð út í glugga til að blíðka góuna í von um gott veður.
Umsjón með smiðjunni hefur Jóhanna Guðrún Árnadóttir, verkefnisstjóri á safninu með bakgrunn í listasögu og myndlist. Hún er með margra ára reynslu í safnfræðslu, sýningagerð, smiðjustarfi og námskeiðum á safninu.
Þátttaka er ókeypis í tilefni af vetrarfríi en athugið að þörf er á skráningu þar sem takmarkað pláss er í boði. Skráning fer fram á https://bit.ly/3JeFCVX
Að lokinni vindóróagerð eru gestir hvattir til að kíkja inn í húsin á safninu og sérstaklega skoða sýninguna Karólína vefari á neðri hæð Kornhússins. Sýningin fjallar um Karólínu Guðmundsdóttur sem vann geysifallegt handverk úr íslenskri ull á síðust öld en verk hennar prýddu óteljandi heimili og stofnanir.
Linkur á viðburðinn á Facebook: https://www.facebook.com/events/651931499567115/

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page