Sigrún Harðardóttir
Til stjórnar
Sigrún er fædd í Reykjavík 1954. Hún stundaði nám í Myndlista og handíðaskólanum 1978 –
82, Rijksakademie van Beeldende Kunsten 1982 – 1986 og við UQAM háskólann í Montreal
Kanada 1999 – 2005.
Sigrún er félagi í SÍM og í Myndhöggvarafélaginu. Hún var einnig meðstofnandi og félagi í
LornaLab, samtökum áhugamanna um nýmiðla á árunum 2010 – 2012 og tók þátt í að
skipuleggja opnar vinnustofur sem haldnar voru í fjölnotasal Listasafns Reykjavíkur,
Hafnarhúsi 2011 - 2012. Einnig tók hún þátt í skipulagningu Raflosthátíða og vinnustofa á
vegum Raflistafélagsins á árunum 2009 – 2011. Sigrún sat í styrkveitinganefnd hjá Norden –
Nordic Culture Fund 2014.
Sigrún bjó lengi erlendis og á þeim árum sem hún bjó í Montreal Kanada var hún félagi í
Video Graph, Prim video og í Gallerí La Centrale þar sem hún sat í sýninganefnd 1991 –
1993. Einnig bjó hún um tíma í Amsterdam og var þá meðlimur í félagi listamanna um
tímatengda miðla (Vereningen van Mediakunstenaas) og sat í útgáfunefnd félagsins 1986 –
1988 sem gaf út mánaðarlegt tímarit og rak félagið einnig gallerí TimeBasedArts.
Frekari upplýsingar um Sigrúnu er að finna á www.sigrunhardar.is