Bryndís Brynjarsdóttir
Til stjórnar
Bryndís Brynjarsdóttir útskrifaðist frá Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1999, árið 2005 með kennsluréttindi KHÍ og 2013 með meistaragráðu í menningarstjónun frá Háskólanum á Bifröst. Bryndís á að baki rúmlega tuttugu ára myndlistarferil ásamt kennslu í einkareknum myndlistaskóla, framhaldsskóla og grunnskóla. Reynslan er víðtæk innan stjórnsýslunnar sem formaður menningarmálanefndar og varaformaður skipulagsnefndar Mosfellsbæjar. Hafði umsjón með hugmynda samkeppni um útilistaverk á miðbæjartorg Mosfellsbæjar. Og kom að undibúningi um menningarhús í miðbæ Mosfellsbæjar og stefnumótun í menningarmálum sem lagði línurnar meðal annnars fyrir listasal Mosfellsbæjar.
“Ég brenn fyrir menningarmálum og vil láta til mín taka á þeim vettvangi með framboði mínu í stjórn SÍM. Aðkoma mín að hinum ýmsu nefndum og ráðum í samstarfi við arkitekta, listamenn, embættismenn og pólitíska fulltrúa er reynsla sem ég bý að. Fjölga þarf sýningatækifærum og félagsmenn ættu að búa við fjölbreytileg tækifæri að koma listinni á framfæri. Það er mikilvægt að halda áfram stuðla að lýðræðislegum vinnubrögðum og gegnsæju verkferli stjórnar. Áhugi og þátttaka almennings næst helst með því að ýta undir þekkingu og sýnileika myndlistar. Listamenn eru vel vakandi fyrir þróun samfélagsins og það ætti að vera virk fræðsla um þau málefni sem snerta listir almennt frá ýmsum hliðum. Slík nálgun styrkir stöðu listamanna og árangur. ”