top of page
Anchor 1

Gestavinnustofur SÍM 

Gestaíbúð SÍM í Aþenu, Grikklandi

 

Frá og með 1. janúar 2022 hefur SÍM boðið félagsmönnum sínum að dvelja í gestaíbúð / gestavinnustofu í Aþenu.

Íbúðin sem var upphaflega byggð í kringum 1970, er í mjóu húsi á efstu hæð í þriggja íbúða húsi. Hún er 86 m2 að stærð með þremur svölum sem tilheyra eingöngu þessari íbúð og einni sameiginlegri á þakinu.

Íbúðin er í norður hluta borgarinnar í hverfinu Kypseli, nálægt dómshúsinu og við hliðina á lystigarðinum Pedion tou Areos en hann leiðir inn í næsta hverfi sem nefnist Excarchia – þar er m.a. hægt að finna myndlistavörubúðir, Tækniháskólann og fornleyfasafn Grikkja (National Archaeological Museum).

Stutt er í alla helstu þjónustu frá íbúðinni, bakarí, apótek, spítala, matvörubúð og bændamarkað, eins kaffihús og bari. Einnig er hægt að fara í nýlega sundlaug sem er í einungis fimm mínutna fjarlægð. (https://blueswim.gr/)

 

 

Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi, queen-size rúm með lúxus heilsudýnu (miðlungs stíf), en auk þess eru tveir beddar og svefnsófi sem og sængur og koddar fyrir sex manns.

 

Á annarri hæð er sérherbergi sem annað hvort nýtist sem svefnherbergi eða sem vinnustofu. Gengið er inn um hurð á ganginum, sem hægt er að loka og læsa, upp brattann hringstiga. Sjálft herbergið er 15 m2 og samtengd því eru 20fm svalir þar sem leyfilegt er að sulla og skapa að vild.

 

Á efri hæð er skrifborð, stólar, hillur, skápur, vaskur og vinnuborð, sem og nokkur verkfæri sem geymd eru fyrir ofan stigann.

 

Dvalargjald árið 2024

 

Dvalargjad fyrir tvo í 4 vikur er € 1.200 / 2 vikur er € 800*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 4 vikur

er € 150 pr. gest.*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 2 vikur

er € 75 pr. gest.*

 

Íbúðin leigjist frá 1. hvers mánaðar.

Staðfestingargjald ISK 60.000 skal greiða strax við bókun.

Ef afbókað er með minna en 6 vikna fyrirvara er 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt.  Greiða verður dvalargjaldið að fullu 4 vikum fyrir áætlaða dvöl í gestaíbúðinni.​

* Athugið að verðbreytingar geta orðið. Vinsamlega fáið staðfest verð með því að senda póst á:  ingibjorg@sim.is 

 

Gestaíbúð SÍM í Aþenu, Grikklandi

 

Frá og með 1. janúar 2022 hefur SÍM boðið félagsmönnum sínum að dvelja í gestaíbúð / gestavinnustofu í Aþenu.​ Íbúðin sem var upphaflega byggð í kringum 1970, er í mjóu húsi á efstu hæð í þriggja íbúða húsi. Hún er 86 m2 að stærð með þremur svölum sem tilheyra eingöngu þessari íbúð og einni sameiginlegri á þakinu.

Íbúðin er í norður hluta borgarinnar í hverfinu Kypseli, nálægt dómshúsinu og við hliðina á lystigarðinum Pedion tou Areos en hann leiðir inn í næsta hverfi sem nefnist Excarchia – þar er m.a. hægt að finna myndlistavörubúðir, Tækniháskólann og fornleyfasafn Grikkja (National Archaeological Museum).

Stutt er í alla helstu þjónustu frá íbúðinni, bakarí, apótek, spítala, matvörubúð og bændamarkað, eins kaffihús og bari. Einnig er hægt að fara í nýlega sundlaug sem er í einungis fimm mínutna fjarlægð. (https://blueswim.gr/)

Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka, vinsamlegast sendið póst á ingibjorg@sim.is  

 

Um íbúðina

Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi, queen-size rúm með lúxus heilsudýnu (miðlungs stíf), en auk þess eru tveir beddar og svefnsófi sem og sængur og koddar fyrir sex manns.

 

Á annarri hæð er sérherbergi sem annað hvort nýtist sem svefnherbergi eða sem vinnustofu. Gengið er inn um hurð á ganginum, sem hægt er að loka og læsa, upp brattann hringstiga. Sjálft herbergið er 15 m2 og samtengd því eru 20fm svalir þar sem leyfilegt er að sulla og skapa að vild.

 

Á efri hæð er skrifborð, stólar, hillur, skápur, vaskur og vinnuborð, sem og nokkur verkfæri sem geymd eru fyrir ofan stigann.

 

Verð

Íbúðin leigjist frá 1. hvers mánaðar.

Dvalargjad fyrir tvo í 4 vikur er € 1.200 / 2 vikur er € 800*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 4 vikur er € 150 pr. gest.*

Aukagjald fyrir hvern gest umfram 2 einstaklinga í 2 vikur er € 75 pr. gest.*

Staðfestingargjald ISK 60.000 skal greiða strax við bókun.

Ef afbókað er með minna en 6 vikna fyrirvara er 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt.  Greiða verður dvalargjaldið að fullu 4 vikum fyrir áætlaða dvöl í gestaíbúðinni.​

 

Gestaíbúð SÍM í Berlín

 

Frá árinu 2010 hefur SÍM haft gestavinnustofu í Berlín til leigu fyrir félagsmenn SÍM.​ Hugmyndin var að íslenskir myndlistarmenn geti dvalið erlendis og unnið að list sinni á sama hátt og erlendir myndlistarmenn koma til Íslands í gestavinnustofur SÍM.

 

Gestaíbúðin Askja er á fimmtu hæð í fjölbýlishúsi í Neue Bahnhofstrasse 27, í Friedrichshain í austurhluta Berlínar, póstnúmer D-10245 Berlin. Aðeins fimm mínútna gangur er frá Ostkreuz lestarstöðinni að gestaíbúðinni. Airport Express, nýja hraðlestin frá Berlin Brandenburg Airport ( BER ) stoppar á Ostkreuz (tekur ca. 18 mín)

 

Fyrir frekari upplýsingar eða til að bóka, vinsamlegast sendið póst á ingibjorg@sim.is  

Um íbúðina

Í gestaíbúðinni er eitt ca. 25 fermetra stórt herbergi, þar er viðargólf, hátt til lofts og góð birta inn um mjög stóran glugga. Þar eru tvö 90 cm breið rúm, þrjú vinnuborð og stólar, nokkrar hillur, vinnulampar og einn hægindastóll. 

Eldhúsið er búið öllum nauðsynlegum eldhúsáhöldum og tækjum. Eins er þráðlaust net, öll nauðsynleg ræstingaráhöld, auka borð og fleira.

Dvalargestir skuldbinda sig til að hlíta reglum sem SÍM setur varðandi afnot af húsnæðinu. 

 

Verð

Dvalartímabilið er frá 1. hvers mánaðar

Dvalargjald fyrir einn: 4 vikur er  €  1.000  / 2 vikur er € 650*

Aukagjald fyrir einn gest: 4 vikur er € 450 / 2 vikur er € 295​

Gestir verða að taka með sér rúmföt og handklæði.

Staðfestingargjald kr. 60.000 skal greiða strax við bókun.

Ef afbókað er með 4 - 6 vikna fyrirvara er 50% af staðfestingargjaldinu endurgreitt.  Greiða verður fyrir dvölina að fullu 4 vikum fyrir áætlaða dvöl í gestaíbúðinni.

bottom of page