Myndlistarmönnum er boðið að taka þátt í forvali að lokaðri samkeppni um listaverk í almannarými í Vesturvin á Héðinsreit í Vesturbæ Reykjavíkur.
Listasafn Reykjavíkur hefur umsjón með samkeppninni sem fer fram eftir samkeppnisreglum Sambands íslenskra myndlistarmanna (SÍM), það er lokuð samkeppni með opnu forvali.
Forvalsnefnd mun velja þrjá myndlistarmenn úr innsendum umsóknum til þátttöku í seinni hluta samkeppninnar.
Umsóknarfrestur er til og með 16. október 2024.