LÖG Í LOKUÐU RÝMI - Guðrún Nielsen
SÍM Gallery - Hafnarstræti 16
Sýning Guðrúnar Nielsen ,,LÖG Í LOKUÐU RÝMI" opnar laugardaginn 2. júlí í SÍM Gallery.
Sýningin stendur frá 2. - 29. júlí.
Sýningartímar verða auglýstir síðar.
LÖG Í LOKUÐU RÝMI
Skúlptúrinn Layers var upphaflega hannaður af Guðrúnu fyrir Norræna sýningu í London 2015. Form verksins enduróma geometríu glugga jarðhæðar Dora House, höfuðstöðvar Royal Society of Sculptors þar í borg. Gamlar litlausar glerplötur glugganna eru eins og útreiknuð, sí-endurtekin teikning tveggja ólíkra forma með sínum svörtu blý-strengjum, sem samtímis aðskilja eða halda glerjunum saman.

29. júní 2022, 11:33:25
Listasalur Mosfellsbæjar: Person, Place, Thing - Carissa Baktay
Föstudaginn 1. júlí kl. 16-18 verður opnun sýningarinnar Person, Place, Thing eftir Carissa Baktay í Listasal Mosfellsbæjar. Carissa er kanadísk listakona sem er búsett á Íslandi og rekur hér glerver . . .
29. júní 2022, 11:32:15
Gallery Port: Andrá línunar - Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir
Andrá línunar / Breathing lines
Laugardaginn 2. júlí n.k., kl.17:00 opnar Anna Álfheiður Brynjólfsdóttir sýninguna “Andrá línunar / Breathing lines” í Gallery Port. Sýningin stendur til 16. júlí og e . . .
29. júní 2022, 11:24:30
Portfolio Gallerí: Grettur, glettur og náttúrubörn
Þann 2. júli kl. 16 opnar Jakob Veigar Sigurðsson sýninguna: Grettur, glettur og náttúrubörn
Sýningin stendur til 6. ágúst. Það er opið fim-sun frá 14-18
Jakob Veigar er byggingatæknifræðingur að men . . .


UM SÍM
Samband íslenskra myndlistarmanna (SÍM) var stofnað árið 1982 og er hagsmuna- og stéttarfélag myndlistarmanna, með um 950 félagsmenn.


ÞJÓNUSTA
Markmið SÍM er að bæta kjör og starfsumhverfi myndlistarmanna, gæta hagsmuna þeirra og réttar. SÍM annast ýmis verkefni fyrir opinbera aðila, tilnefnir fulltrúa í nefndir og ráð og gefur umsagnir um ýmis mál.




VINNUSTOFUR
SÍM leigir út vinnustofur til félagsmanna í húsnæði við Seljaveg 32, að Hólmaslóð, á Héðinsgötu og á Korpúlfsstöðum í Reykjavík, Auðbrekku 1, 2 og 14 í Kópavogi og Lyngási 7 í Garðabæ, en vinnustofurnar eru hátt í 200 talsins.
Vinnustofurnar eru alla jafna fullnýttar, en félagsmenn geta farið á biðlista og ganga þá fyrir ef vinnustofa losnar.


SÍM RESIDENCY
SÍM Residency is an international residency for visual artists located in Reykjavík, Iceland. Having started in 2002 with a small one-bedroom apartment and studio in downtown Reykjavik, our residency now welcomes over 150 artists from all over the world on an annual basis.
