top of page

Watercolor Nordic: Þátttökuboð - Framlengdur umsóknarfrestur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 28. apríl 2022

Watercolor Nordic: Þátttökuboð - Framlengdur umsóknarfrestur

Ath! Skilafrestur framlengdur til 15. maí

Boð um þátttöku á sýningu á vefsíðu
Watercolor Nordic

Þér er boðið að taka þátt í sýningu sem er opin fyrir alla á vefsíðu Watercolor Nordic
sem er ný vefsíða fyrir norræna vatnslitalist: www.watercolornordic.com.

Þessi vefsíða inniheldur sögu norrænnar myndlistar og sýnir verk um 45 látinna listamanna og heimildarskrár um þá.
Einnig er þarna kynning á 10 samtímalistamönnum frá hverju landi. Árlega verður svo boðað til samsýninga á vatnslitamyndum sem eru opnar öllum en fram fer dómnefndarval á innsendum myndum.

Leiðbeiningar:
Senda má inn 3 stafrænar myndir af vatnslitamyndum á pappír, 2-3 MB jpg
(langhlið myndarinnar að minnsta kosti 2000 pixlar).
Heiti myndskráar: Nafn listamanns – heiti verks – stærð - verð – . jpg
Myndirnar þurfa ekki að vera nýjar.

Þátttökugjald er 40€ sem skal leggja inn á eftirfarandi bankareikning:
Watercolors, IBAN: FI76 5720 9920 1335 00, BIC: OKOYFIHH,
Bank address: Arkadiankatu 23, 00100 Helsinki, Finland

Með verkunum þurfa að fylgja tengiliðaupplýsingar, netfang og/eða veffang og kvittun
fyrir greiðslu þátttökugjalds. Þetta skal senda á info@aatos.fi fyrir 15. maí.

Dómnefnd: Formaður dómnefndar er Marja Sakari, PhD, safnstjóri Ateneum í Helsinki sem er
Þjóðlistasafn Finnlands, og listamennirnir Uffe Boesen, Denmark; Nicolas Lopez Aroni, Peru og
Shan Hong, China.

Þau verk sem verða valin á sýninguna (0-3 á mann) verða sýnileg á vefsíðunni ekki seinna en
15. júní 2022.

Sala listaverkanna: Áhugasamir kaupendur geta haft samband við listafólkið beint.
Engin þóknun er tekin af sölu verkanna. Sá sem á höfundarrétt af verki, fær þóknun
vegna birtingar, ef verkið er ekki til sölu.

Aðalskipuleggjandi sýningarinnar er Aulikki Nukala; aulikki.nukala@gmail.com

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page