SÍM: Upplýsingar um kosningar til stjórnar SÍM 2022

fimmtudagur, 12. maí 2022
SÍM: Upplýsingar um kosningar til stjórnar SÍM 2022
Kosningar til stjórnar SÍM fara fram dagana 11. – 14. maí. Opið er fyrir atkvæðaseðil frá kl 12:00 þann 11. maí til kl 12:00 þann 14. maí. Kosningarnar fara fram rafrænt og þarf að nota rafræn skilríki eða Íslykil til innskráningar, (ath. ekki rafrænt félagsskírteini SÍM)
Atkvæðagreiðslan fer fram á https://bhm.is/kosning (ath. ekki á mínum síðum BHM).
Kosið er annarsvegar um formann stjórnar og valið stendur milli tveggja frambjóðenda og hefur hver kjósandi eitt atkvæði. Hinsvegar er kosið um tvo aðila í stjórn SÍM og hver kjósandi hefur tvö atkvæði. Þeir tveir frambjóðendur sem flest atkvæði hljóta taka sæti í stjórn.
Þar sem engin framboð bárust sérstaklega til varamanns SÍM verður lögð fram tillaga þess efnis á aðalfundi að varamaður verði sá frambjóðandi sem hlaut 3ja sæti í kosningu til stjórnar, líkt og hefð er fyrir í kosningum SÍM.
Aðeins er hægt að kjósa einu sinni.
Nánari leiðbeiningar má finna á kjörseðli.
ATH! Sendur hefur verið póstur á þá félagsmenn sem hafa kosningarétt en aðeins þeir félagsmenn sem skuldlausir eru við félagið ( og hafa greitt árgjaldið fyrir 2022) geta kosið. Hægt er að ganga frá ógreiddum félagsgjöldum og fá kjörseðil sendan til kl 16:00 föstudaginn 13. maí.
Ef spurningar vakna eða ef þú þarft aðstoð vinsamlegast hafðu samband við skrifstofu SÍM á sim@sim.is eða í síma 551-1346. Einnig stendur fólki til boða að koma á skrifstofu SÍM og fá tæknilega aðstoð við að kjósa. Skrifstofan er opin 10-16 frá 11.-13. maí.