top of page

SÍM: Gestavinnustofa í Aþenu - Opið fyrir umsóknir

508A4884.JPG

föstudagur, 14. janúar 2022

SÍM: Gestavinnustofa í Aþenu - Opið fyrir umsóknir

Gestaíbúð SÍM í Aþenu Grikklandi

Frá og með 1. janúar 2022 getur SÍM boðið félagsmönnum sínum að dvelja í gestaíbúð / gestavinnustofu í Aþenu.

Íbúðin sem er nýuppgerð er á efstu hæð í nokkura íbúða húsi.
Íbúðin er 86 m2 að stærð með þremur svölum sem tilheyra eingöngu þessari íbúð.

Íbúðin er á mjög góðum stað í borginni, nálægt dómshúsinu og við hliðina á Pedion tou Areos. Stutt er í bakarí, apótek, matvörubúð og bændamarkað, eins kaffihús og bari.

Íbúðin er búin öllum helstu þægindum, þar á meðal Wi-Fi og snjall sjónvarpi. Eldhúsið er stórt og búið öllum helstu tækjum og búnaði. Stórar svalir með skyggni og mörgum plöntum, tengja saman stofu og eldhús og virka sem framlenging af íbúðinni. Í íbúðinni er eitt stórt svefnherbergi, queen-size rúm með lúxus heilsudýnu (miðlungs stíf) og koja.
Á annarri hæð er sérherbergi sem annað hvort nýtist sem svefnherbergi fyrir tvo eða sem vinnustofu. Þaksvalirnar eru 15 m2 með borðum, stólum, vaski og vinnuborði.

Nánari upplýsingar: https://www.sim.is/athens-residency

Vinsamlegas sendið fyrirspurn á ingibjorg@sim.is

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page