top of page

Remember the future - Ingrid Larssen / Solveig Ovanger / Inger Blix Kvammen 13.05.-12.08.2023

508A4884.JPG

föstudagur, 12. maí 2023

Remember the future - Ingrid Larssen / Solveig Ovanger / Inger Blix Kvammen 13.05.-12.08.2023

Laugardaginn 13.maí kl. 14 opnar myndlistarsýningin Remember the future í Sláturhúsinu Menningarmiðstöð með verkum eftir norsku listakonurnar Ingrid Larssen, Solveig Ovanger og Inger Blix Kvammen.

Þrír listamenn. Ólík tækni og efnisviður. Í sýningunni mætir listin, í sinni marglaga túlkun og þema, óskinni um að viðhalda og aldargömlum hefðum, þekkingu, handverki sem erfst hefur kynslóða á milli - í viðleitni listamannanna til að þær varðveitist og gleymist ekki.

Verkin á sýningunni samanstanda af þrívíðum skúlptúrum og ljósmyndum. Fagurfræðin er viðkvæm og aðgengileg. Handverkið og útfærslan er tímafrek og ítarleg. Tæknin er gömul og ný og efnviðurinn sóttur beint úr náttúrunni eða unnin lífræn efni og steinefni.

Sýningin veitir okkur tækifæri til að velta fyrir og tengja saman hugmyndir fortíðar og framtíðar. Listamennirnir draga fram málefni líðandi stundar séð í ljósi sögunnar. Jafnframt er sjónum beint að þekkingu forfeðra og formæðra okkar og að handverkið megi ekki gleymast og hverfa í innihaldslausri fjöldaframleiðslu samtímans

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page