top of page

Portfolio Gallerí: Útjaðar / Periphery - Sigga Björg Sigurðardóttir

508A4884.JPG

fimmtudagur, 7. apríl 2022

Portfolio Gallerí: Útjaðar / Periphery - Sigga Björg Sigurðardóttir

Fimmtudaginn 7. apríl, opnar sýningin Útjaðar / Periphery, í Portfolio gallerí, Hverfisgötu 71.
7. apríl - 7. maí 2022
Opið fim til sun 14-18

Útjaðar / Periphery


Útjaðarinn, jaðar myndflatarins, jaðar augnsviðsins, jaðar hins útskýranlega og þess skynjanlega.
Jaðar hlutanna markar þá sýn er liggur til grundvallar þeirri sjónupplifun sem við höfum skilningarvit til að nema. Jaðarinn ber líka í sér þætti sem ekki eru augsýnilegir og liggja utan þeirra fimm skilningarvita sem algengast er að skilgreina mannskepnuna með. Það fer eftir upplifunum okkar hvers og eins hversu margar víddir okkar skynjunarvita við teljum til getu okkar, til að upplifa heiminn og okkur sjálf með, og á hvaða hátt við hlúum að og eflum þá getu.

Verk Siggu Bjargar Sigurðardóttur á einkasýningunni Útjaðar gefa til kynna að skynjunarvitin séu fleiri en fimm og gefa okkur innsýn inn í magík og möguleika okkar til að vefa saman flóknari raunveruleika-mynstur en við könnumst sjálf við í röklega raunveruleikanum, og þræða okkur þannig eftir ófyrirsjáanlegum leiðum inn í framtíðina.
Hér erum við minnt á það hvers myndlistin er megnug í því að sýna okkur það sem ekki verður lýst með öðrum miðlum, sýna okkur veruleika og víddir er tilheyra framtíðinni og færa okkur þannig, skref fyrir skref, áfram í okkar eigin þroskaferli sem skynverur.

Titill sýningarinnar Útjaðar vísar til hins óræða svæðis sem við sjáum útundan okkur; forma og lita í bakgrunni, í útjaðri þess veruleika er við upplifum. Myndræn skynupplifun, þegar hugurinn fær hvíld og traust er lagt á hina mögnuðu undirvitund mannsins, er hér kjarni sýningarinnar og þess ferlis er Sigga Björg tekst á við að skapa.

Verk Siggu Bjargar hafa þróast í töluvert nýjar áttir á síðastliðnum árum þótt sá miðill sem hún vinnur með sé að mestu áfram teikningin. Myndmálið færist í átt til hins óhlutbundna og þannig er að skapast nýr myndheimur, sem tengist þó sterklega eldri verkum hennar. Hluti af þróunarferlinu felst í því að liturinn kemur sterkar inn í verkin og formin leysast að nokkru leyti upp. Litirnir í nýlegum verkunum hennar eru skarpir. Formin hverfast hvert um annað. Á milli þeirra eru tengsl, strúktúrar sem eiga sér innri lögmál er hvorki listamaðurinn né áhorfandinn geta auðveldlega skilgreint, heldur er eins og þessi lögmál muni hugsanlega skýrast eftir eina öld eða þegar skynjunarvit mannsins hafa náð til þess auknum þroska.
Hér birtast form sem eru gefinn einskonar rýmislegur rammi í teikningunni. Í sumum tilfellum gólfefni, í öðrum veggir, sem veita okkur inngöngu inn í verkið á þann hátt að við getum samsamað okkur, líkamshylkinu, því rými og þeim formum sem við sjáum á myndfletinum, hvort sem um er að ræða í verkum á pappír, á vegg eða í myndbandsverki.

Verkin eru unnin með bleki, vatnslit og blýanti á pappír og eru þau afurð vinnuferlis þar sem teikningin er notuð til að kanna innri raunveruleika er birtist á útjaðri hins mannlega veruleika. Auk þess má á sýningunni sjá myndbandsverk en Sigga Björg hefur lengi unnið með hreyfimiðla og gjarnan sýnt myndbandsverk með teikniverkum sínum.

Útjaðar er formupplifun er býður gestum að ganga inn í ýmsar víddir veruleikans. Litasprengja, sem umvefur áhorfendur og er í senn römmuð inn af formum sem birtast okkur í samhverfu, hverfulleika og hverfast um okkur. Við erum minnt á það hvernig orkusvið mannslíkamans getur breyst á sekúndubroti og hér er orkulíkaminn nuddaður á myndrænan hátt, svo áhrifanna gætir áfram eftir sýningarheimsóknina.



Hugleiðingar um sýninguna Útjaðar: Birta Guðjónsdóttir

Periphery / Útjaðar


Periphery, the periphery of the images´ surface, the perimeter of the eye area, the perimeter of the explanatory and of the perceptible.
The periphery of objects marks the vision that underlies the visual experience that we have the sense to experience. The periphery also contains elements that are not obvious and go beyond the five senses that are most commonly used to define human beings. It depends on our individual experiences how many dimensions of our senses we consider to be our capacity, in order to experience the world and ourselves with, and in what ways we nurture and strengthen those capacities.

Sigga Björg Sigurðardóttir's works in her solo exhibition Periphery indicate that we posess more than five senses. They give us an insight into the magic and ability we have to weave together complex patterns of reality than we understand by logic, and thus thread ourselves in unpredictable ways into the future.
Here we are reminded of art´s capability of showing us what cannot be described by other media, depicting realities and dimensions that belong to the unknown future and thus moving us, step by step, forward in our own developmental process as sentient beings.

The title of the exhibition; Periphery, refers to the irrational area we see in the corner of our eye; shapes and colors in the background, on the fringes of the reality we experience. A visual sensory experience, when the mind is rested and trust is placed in the man's astounding subconscious, is the essence of the exhibition and the process that Sigga Björg seeks to create.

Sigga Björg's work has developed in quite new directions in recent years, although the medium she uses remains for the most part drawing. The visual language moves towards the abstract and thus a new imagery is created, which is, however, strongly connected to her previous works. Part of the development process is that color enters the works more strongly and the form dissolves to some extent. The colors in her recent works are sharp. The forms circulate around and morphe into each other. There are connections between them, structures that have their own internal laws that neither the artist nor the viewer can easily define. It is as if these inner laws might possibly become clear in a century´s time or when the human senses will have reached greater maturity.
Here shapes appear, which are given a kind of spatial framing in the drawing. In some cases flooring, in other walls, which give us an entrance into its spatial dimensions in such a way that we can identify ourselves, the body as capsule, with the space and the shapes we see on the image´s surface, whether in works on paper, on the walls or in a video work.

The works are made with ink, watercolor and pencil on paper and are the product of a work process where the drawing is used to explore the inner reality that appears on the periphery of human reality. Sigga Björg has long worked with animated media and has often shown video works with her drawings, as is the case in this exhibition.

Periphery is an exhibition that invites guests to enter into various dimensions of reality. A color-bomb that embraces the guest, framed by shapes that appear to us in symmetry, ephemerality and seemingly solidify and disappear. We are reminded of how the energy field of the human body can change in a split second, and here the energy-body is massaged in a graphical way, so that the effects can continue after the exhibition visit.



Reflections on the exhibition Periphery: Birta Guðjónsdóttir

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page