Myndlistaskólinn í Reykjavík: Yfirkennari textílbrautar
fimmtudagur, 9. febrúar 2023
Myndlistaskólinn í Reykjavík: Yfirkennari textílbrautar
Um er að ræða 25% starf í skemmtilegu og skapandi starfsumhverfi. Nám á textílbraut er ætlað fólki sem lokið hefur stúdentsprófi af listnámsbraut, eða sambærilegu námi. Námið er skilgreint á 4. þrepi en það beinist að aukinni faglegri sérhæfingu nemandans, stjórnun og þróun á starfsvettvangi. Slíkt nám er skilgreint sem viðbótarnám á framhaldsskólastigi en háskólum er heimilt að meta það til námseininga á háskólastigi. Starfið felst í skipulagningu og utanumhaldi með brautinni en að auki er gert ráð fyrir að yfirkennari taki að sér kennslu við brautina og hugsanlega á öðrum brautum skólans.
Helstu verkefni og ábyrgð
Að halda utan um faglegt starf, framþróun og mat á skólastarfinu, í nánu samstarfi við skólastjóra.
Að sjá um innra skipulag námins, s.s. stundatöflugerð og kennararáðningar.
Að annast inntöku nemenda, fylgjast með skólasókn og námsframvindu hvers og eins og leita lausna ef nemendur lenda í vanda í námi.
Að hafa yfirumsjón með vorsýningum, námsferðum og öðrum viðburðum sem tengjast náminu.
Að tryggja gott upplýsingaflæði milli nemenda, kennara og skólans.
Að hafa auga með umgengni í stofum brautarinnar, fylgjast með efnislager og annast innkaup.
Að skila skýrslu um starfið á brautinni í lok hverrar annar.
Menntunar- og hæfniskröfur
Háskólamenntun á sviði textíls og öflugt tengslanet innan fagsins.
Kennsluréttindi eða reynsla af kennslustörfum.
Víðtæk þekking á hefðbundnum aðferðum og nýjustu tækni í textíl.
Jákvæðni, sjálfstæði og þjónustulipurð.
Nákvæmni og gott skipulag.
Brennandi áhugi á skólastarfi, myndlist og hönnun.
Umsókn þarf að fylgja ítarlegt yfirlit yfir starfsferil, ásamt greinargerð þar sem sýn umsækjanda og forsendur umsóknar koma fram. Umsóknir þurfa að berast fyrir miðvikudaginn 1. mars 2023. Nýr deildarstjóri tekur formlega við deildinni í byrjun ágúst en æskilegt er að viðkomandi geti kynnt sér starfið á yfirstandandi skólaári.
Frekari upplýsingar veitir Áslaug Thorlacius, skólastjóri Myndlistaskólans í Reykjavík, aslaug@mir.is.