top of page

Menningarhús Spönginni: Nokkrir páfar í nýju ljósi - Haraldur Magnússon

508A4884.JPG

mánudagur, 13. desember 2021

Menningarhús Spönginni: Nokkrir páfar í nýju ljósi - Haraldur Magnússon

Sýning | Nokkrir páfar í nýju ljósi
Borgarbókasafnið | Menningarhús Spönginni
25. nóvember – 30. desember 2021

Haraldur Magnússon er áhugamaður um sagnfræði og trúarbragðasögu. Hann sýnir myndaröð sína af nokkrum páfum kaþólsku kirkjunnar, þar sem hann teflir saman þekktum málverkum og ljósmyndum af páfum og bætir nokkrum "aðskotahlutum" inn í myndirnar. Hlutirnir eru valdir af kostgæfni og engin tilviljun að þeim er komið fyrir innan rammans, umhverfis páfamyndirnar. Þarna er að finna trúarleg kristin tákn, m.a. krossinn, fiskinn og lyklana.
Haraldur er viðskiptafræðingur að mennt, skírður og fermdur í íslensku þjóðkirkjunni og hefur aldrei séð ástæðu til að snúa baki við hinni evangelísk-lúthersku kirkju, myndir hans eru með öðrum orðum ekki trúarleg myndlist, fremur má sega að í henni felist athuganir. Haraldur hefur fengist við myndlist og ljóðlist meðfram störfum sínum, hann hefur sótt nokkur myndlistarnámskeið í gegnum tíðina.

Viðburður á heimasíðu
Facebook

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page