Gerðarsafn: Komd´inn - Fyrirlestur um úkraínska samtímalist
miðvikudagur, 22. júní 2022
Gerðarsafn: Komd´inn - Fyrirlestur um úkraínska samtímalist
Komd'inn | Fyrirlestur um úkraínska samtímalist
23.06.2022 kl. 17:00
Listfræðingurinn Iryna Kamienieva flytur fyrirlestur um úkraínska samtímalist, fimmtudaginn 23. júní kl.17.00 í Gerðarsafni. Iryna mun fjalla um úkraínska myndlist frá sjálfstæði Úkraínu árið 1991 til dagsins í dag. Hún varpar einnig ljósi á hvernig stríðið hefur haft áhrif á listsköpun og viðbrögð listamanna við ástandinu allt frá Krímstríðinu árið 2014 til fullrar innrásar í Úkraínu í febrúar á þessu ári.
Aðgangur er ókeypis og öll eru velkomin!
Komd’inn er ný viðburðadagskrá í Gerðarsafni. Sýningarstjórar verkefnisins eru Helena Aðalsteinsdóttir og Þórhildur Tinna Sigurðardóttir ásamt Nermine El Ansari og Wiola Ujazdowska. Leitast er við að bjóða nýjar raddir velkomnar inn á safnið og móta viðburðadagskrá sem höfðar til fjölbreyttra hópa, á þeirra eigin forsendum. Markmið dagskránnar er að mynda langvarandi sambönd milli safnsins, nærumhverfis og mismunandi samfélagshópa. Við viljum bjóða nágrönnum safnsins og áhugasömum einstaklingum að taka þátt með samtölum, námskeiðum, fyrirlestrum og öðrum spennandi uppákomum í sumar!
Come in | Lecture on Ukranian art
23.06.2022 at 5 p.m.
Iryna Kamienieva will host a lecture about Ukranian contemporary art, Thursday 23. June at 5 p.m. in Gerðarsafn. Iryna will speak about Ukranian contemporary art from Ukraine’s independence in 1991 to this day. She will also reflect on the ways in which Ukrainian contemporary artists have both reacted to and represented the horrors of the war in Ukraine, from the first attack on Crimea in 2014 to the full scale invasion in February this year.
Entry is free and everyone is welcome.
Come in is a new public event program at Gerðarsafn- Kópavogur Art Museum. The curators are Helena Aðalsteinsdóttir and Þórhildur Tinna Sigurðardóttir in collaboration with Nermine El Ansari and Wiola Ujazdowska. We want to welcome new voices to take part in shaping an inclusive and diverse public program on their own terms. The aim of the project is to establish long-term relationships between the museum, its local neighbourhood and individuals who are interested in contributing to the program with conversations, workshops, lectures and other exciting happenings this summer!