top of page

Þula: Snowland Art - Sýning og markaður

508A4884.JPG

föstudagur, 3. desember 2021

Þula: Snowland Art - Sýning og markaður

Verkin eru verk á pappír frá litlum listaskóla í Kína og er markaðurinn til þess að styðja skólann og kynna vinnu þeirra. Þau eru öll á bilinu 10-40þús og verða til öll til sýnis og sölu helgina 3-4. desember en eftir það mun vera hægt að taka þau verk sem keypt eru strax með sér heim. Markaðurinn stendur til 23.desember en við mælumst til að fólk mæti snemma svo það komi ekki að tómum kofanum.

Árið 2017 ferðaðist Ásdís Þula, stjórnandi/eigandi Þulu, þvert yfir Kína. Á ferð sinni heimsótti hún lítið fjallaþorp sem hefur byggst upp í kringum stórt klaustur að nafni Labrang og kallast bærinn því sama nafni. Þar hitti hún fyrir Kristel Ouwehand (Tenzin Dolma) sem rekur heimavistarskóla þar sem hún kennir listir, bæði málverk og teikningu. Það var ævintýri líkast að sækja heim þennan skóla og hitta nemendurna sem öll eru framúrskarandi. Til þess að styðja við rekstur skólans og kynna þetta frábæra starf fyrir Íslendingum, hefur Þula ákveðið að halda sýningu á verkum frá Kristel og nemendum hennar.

Frá Snowland Art
"Kveðjur frá Snowland Artists, frá snjólandi á tíbetsku hásléttunni í vesturhluta Kína, til annars snjólands, Ísland! Það eru mikil forréttindi fyrir okkur að fá að sýna list okkar frá suðvesturhluta Gansu, og vonandi gefa ykkur smá innsýn inn í fallega heiminn hér. Allir listamennirnir okkar eru ungir, hæfileikaríkir og áhugasamir og elska að skapa verk sem endurspegla líf þeirra og menningu. Vestur-Kína er fallegur staður, í landslagi, fólki og menningu.Við vonum að þið fáið að kynnast þessum ótrúlega stað í gegnum list okkar!"

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page