Þorpin og sköpunarkrafturinn í Gullkistunni
fimmtudagur, 4. apríl 2024
Þorpin og sköpunarkrafturinn í Gullkistunni
Laugardaginn 6. apríl kl 11 – 17
Verk 15 búlgarska listamanna sýnd í
Gullkistunni miðstöð sköpunar, Dalbraut 1, Laugarvatni
Verkin sem sett verða upp á Laugarvatni sýna afrakstur þeirra 15 búlgörsku listamanna sem dvöldu, í einn mánuð hver, í einhverju þorpanna sex sem tóku þátt í verkefninu BABA residence. Þorpin eru í Norðvestur-Búlgaríu, fátækasta héraði landsins. Listamennirnir bjuggu inni á heimilum, voru þátttakendur í heimilislífinu og stóðu fyrir fjölda menningarviðburða á meðan á dvölinni stóð. Sýningin á Laugarvatni og umræður henni tengdar endurspegla gefandi samstarf Gullkistunnar og Ideas Factory í leitinni að framsæknu líkani til að efla þorp í gegnum skapandi starfsemi. Nöfn listamannanna eru: Aneta Mankovska (myndhöggvari og handverk), Antoaneta Quick (myndlistarmaður), Elena Stoycheva (kvikmyndaleikstjóri), Evgeni Mladenov (myndlistarmaður), Illiyana Grigorova (ljósmyndari), Kalin Mihov (listmálari), Maria Makedonska (teiknari og kvikmyndagerðarmaður), Mirela Karadzhova (myndlistarkona og móðir 24/7), Monika Igarenska (myndhöggvari), Nicola Zambelli (kvikmyndagerðarmaður), Sarah Craycraft (þjóðsagnarithöfundur og ljósmyndari), Stoyan Kostadinov (tónlistarmaður og semur ljóð), Vasil Kostadinov (landfræðingur og fararstjóri), Viktoriya Velcheva (vídeólistamaður), Yoana Shopova (tónlistarmaður).
Hvers vegna listamenn í þorpum?
Tilgangurinn með neti listamanna-dvalarstaða, sem Baba Residencе hefur þróað, er að vekja athygli á alvarlegum vandamálum sem blasa við innan þess sem átti að vera „byggðaþróun". Búlgaría glímir við hröðustu fólksfækkun á heimsvísu, aðgangur að úrræðum og þjónustu hefur safnast saman á þéttbýlustu svæðin en grundvallar framtiðarsýn og stefnu um framtíð dreifbýlis skortir. Ideas Factory telur að endurlífgun menningar sé forsenda vandaðrar byggðaþróunnar. IF vill takast á við það alvarlega ástand að fólk taki ekki þátt í menningarstarfsemi jafnvel á áhugamannastigi og hefur ekki aðgang að slíku þrátt fyrir vilja heimamanna. Í landinu öllu er þátttaka í menningu á bilinu 6 til 10%, sem er afar lág tala.
Með þessu verkefni leitast IF við að kveikja samtal, auka samskipti milli kynslóða og þátttöku almennings í gegnum ýmis konar list og menningu. Með því eru fyrstu skrefin stigin - hægt en á sjálfbæran hátt - í átt að langtíma endurlífgun þorpa á þeim grunni sem fyrir var, óformlega og á þann hátt sem aðeins list getur skapað.
Á meðan á dvölinni stendur eru listamennirnir hvattir til að taka þátt í og fylgjast með lífi heimamanna, búa til nýjar endursagnir fyrir þorpið með þeim sem þar búa, skapa þar með bein mannleg tengsl og skilja eftir sig inngrip, skapandi nálgun og viðburði sem verða til vegna þessarra samskipta. Sköpuð er brú milli borgar og þorps og milli kynslóða.
Baba Residence hefur með starfsemi sinni leitað leiða til að auka möguleika á aðgengi að menninarviðburðum og bættum lífsgæðum og þjónustu í búlgörskum þorpum. Árangurinn af yfirstandandi verkefni IF sem nú er að ljúka mun stuðla að enn öflugri starfsemi BABA áætlunarinnar. Eftir dvöl listamannanna í þorpunum mynduðust ekki aðeins ómetanleg tengsl milli nútímamenningar og hefðbundinnar menningar og margvísleg verk eftir gestalistamennina, heldur voru líka gerð upp, löngu yfirgefin og illa farin rými. Þau munu nýtast nærsamfélaginu enda voru þau valin vegna þess og þar sem mesta þörfin var. Hægt verður að bjóða listamönnum að skapa áfram útfrá staðbundnum auðlindum og þeir fá tækifæri til að skilja betur þær áskoranir sem þorpin standa frammi fyrir umfram það sem felst í fegurðinni.
Meginvandamálið
Það er grundvallaratriði að ábyrgar stofnanir í Búlgaríu og raunar um alla Evrópu viðurkenni og takist á við vandamálið og nálgunina við hinn svokallaða „menningarjaðar". Það verður að gera það að forgangsverkefni vegna þess að við erum nálægt vendipunkti aftengingar og aðskilnaðar þegar inngrip verða ómöguleg og efnahagslega of kostnaðarsöm fyrir samfélagið allt.
Verkefnið Revitalizing Villages with Access to Culture // Endurlífgun þorpa með aðgengi að menningu varð að veruleika að mestu leyti vegna þátttöku og elju heimamanna, en fjárhagslegur stuðningur sem Ísland, Liechtenstein og Noregur veittu samkvæmt EES-fjárhagskerfinu skipti síðan sköpum.
Meginmarkmið verkefnisins er að ýta úr vör sjálfbæru menningar- og frumkvöðlalíkani sem tekur á fólksfækkun þorpa með bættu aðgengi að menningu.
Alda Sigurðardóttir framkvæmdastjóri Gullkistunnar fór tvær ferðir til Búlgaríu á síðasta ári til að taka þátt í undibúningi fyrir veru listamannanna í þorpunum með erindi um rekstur Gullkistunnar fyrir fulltrúa úr þorpunum og síðan á ráðstefnuna Empatheast og sýningu um verkefnið.
Alda Rose Cartwright myndistarmaður rekur Brimrót á Eyrarbakka og vinnur í Listasafni Árnesinga. Hún tók þátt í undirbúningsvinnunni og flutti þar erindi.
Inga Jónsdóttir myndlistarmaður, reyndur viðburðastjórnandi og fyrrverandi safnstjóri Listasafns Árnesinga tók þátt í ráðstefnunni og flutti þar erindi.