Sesselja Tómasdóttir
Til stjórnar
Ég heiti Sesselja Tómasdóttir og er fædd 1963 og uppalin í Ólafsvík, stútent frá MS, lauk BS-gráðu í myndmenntakennslu frá Kennaraháskóla Íslands (1991-1994) og fór síðan í Myndlista-og handíðarskóla Íslands þar sem ég lauk B.Fa. prófi árið 1999 úr málaradeild ásamt því að fara sem skiptinemi til Winchester School of Arts í Winchester á Englandi.
Rak síðan eigin vinnustofu í 15 ár og hef tekið þátt í rekstri þriggja gallería. Er ein af stofnefndum Grósku, félag myndlistarmanna í Garðarbæ þar sem sat í stjórn félagsins og verið sýningarstjóri. Hef haldið fjölda einka- og samsýninga hér á landi sem erlendis. Var valin í Portrait nu sem er norræn portraitsamkeppni.
Árið 2010 - 2013 stundað ég meistaranám í Verkefnastjórnun (MPM) og tel ég að það muni styrkja stöðu mína hjá SÍM en lokaverkefnið mitt fjallaði um teymisvinnu. Mikilvægt er að teymisvinna í stjórn SÍM sé góð. Ég sé fyrir mér að stórn SÍM styrkist og að við förum að vinna markvisst af því að skoða hvernig hægt er að tryggja að félagar hjá SÍM hafi möguleika á að fá öruggar vinnustofur. Einnig mikilvægt er að söfnin leggji áherslu á að gefa félögum SÍM aukna möguleika á að sýna verk sín á Íslenskum söfum.