top of page
< Back

Hlynur Helgason

Til stjórnar

Hlynur Helgason

Ég býð mig fram til áframhaldandi setu í stjórn SÍM til að halda áfram vinnu við hagsmunamál listamanna. Við þurfum að ná aukinni samstöðu á milli okkar um markmiðin og síðan herja á ráðamenn og atvinnulíf til þess að ná þeim fram. Launafrumvarpið er núna vonandi að verða að veruleika, en við þurfum strax og blekið þornar að hefja vinnu við frekari útfærslu. Stefnumótun stjórnvalda um ákveðnar listgreinar og stofnun miðstöðva til að vinna með málefni þeirra er komin áleiðis. Við þurfum í sameiningu að tengja þessar nýju stofnanir við þær ráðsettari og leita leiða til að virkja þær okkur til hagsbóta. Staða listamanna á vinnumarkaði er óstöðug, sem fyrr. SÍM þarf að vinna með einstökum félögum og verkalýðshreyfingu til að skerpa á launaumhverfi listamanna og samæhæfa. Það er þörf á því að verja Listskreytingasjóð og efla enn frekar starf á vegum hans eins og ný Myndlistarstefna stefnir að. Við þurfum einnig að vinna markvisst að því að efla sameiginlega aðstöðu listamanna, reyna að fá svigrúm til að skapa öflugar einingar listsköpunar og -sýningar, bæði í samstarfi við opinbera aðila og einkaaðila eftir því sem kostur er á, þar sem listamenn geta haft vinnu- og sýningaraðstöðu.

bottom of page