top of page
< Back

Þóra Gunnarsdóttir

Til stjórnar

Þóra Gunnarsdóttir

Ég býð mig fram til starfa í stjórn Sambands Íslenskra Myndilistarmanna.

Sem starfandi myndlistarmaður hef haft áhuga á málefnum og baráttumálum listafólks og tel að með sífellt breytilegu starfsumhverfi okkar þurfi að vera vel vakandi fyrir nýjum tækifærum. Það er mikilvægt að við notum okkar skapandi hugsun í að finna leiðir til að bæta aðstöðu okkar í samfélaginu m.a. í launamálum, úthlutunum styrkja og umsóknarferli þeirra og aðkomu listafólks að umsóknarferli myndlistaverkefna.

Ég tel að vinna þurfi í því að bæta möguleika og tækifæri ungs listafólks til starfa og gera þeim kleyft að að vinna að list sinni með bættu upplýsingaflæði og framboði styrkja og sýningarmöguleika og hvernig SÍM getur gert þær upplýsingar aðgengilegri fyrir listafólk.

Enn fremur hef ég áhuga á að styrkja flóru grasrótar og einkarekinna lítilla sýningarrýma með því að vinna að möguleikum þeirra til tekjuöflunar sem renna myndi betri stoðum undir aðgengi listafólks til að koma list sinni á framfæri og bæta menningu á landsvísu

Ég hef töluverða reynslu af stjórnarsetu og nefndarstörfum úr íþróttahreyfingunni sem ég tel hafa reynst mér mikilvægur undirbúningur til starfa fyrir listafólk.

Upplýsingar um starfsferil innan myndlistar má finna á www.thoragunn.is

bottom of page