top of page
Anchor 1

Vinnustofuskipti

Artists’ House Gjutars í Vantaa, Finnlandi

 

Samstarf SÍM og Vantaa felur i sér að félagsmanni SÍM er boðið að dvelja í gestaíbúð í Vantaa í Finnlandi í einn mánuð í staðinn kemur finnskur listamaður og dvelur í SÍM Residency í mánuð.

Dvölin er ókeypis og fær listamaður frá SÍM 500,00 EUR styrk frá Vantaa. Listamaðurinn sjálfur stendur straum af ferða- og uppihaldskostnaði.

Um vinnustofuna

Hús Gjutars er í borginni Vantaa, nálægt Helsinki, en hún er fjórða stærsta borgin í Finnlandi. Gestavinnustofan er staðsett í gömlu húsi í miðri Vantaa. Gestavinnustofan er á efri hæðinni og er með sérsvölum. Svefnherbergið er um 15 m2 á stærð. 

 

Í íbúðinni er ísskápur, eldavél, eldhúsáhöld og grunnmatvörur. Á baðherberginu er sturta og þvottavél. Þráðlaust net. Vinnustofan er 22 m2 og er einnig á efri hæðinni. Á vinnustofunni er grafíkpressa og vaskur.

Tekið er á móti umsóknum fyrir gestavinnustofuskiptin einu sinni á ári og eru þau auglýst sérstaklega.

Budapest Gallery, Ungverjaland

 

 

Samband íslenskra myndlistarmanna og SÍM Residency, í samvinnu við Budapest History Museum – Budapest Gallery, opna fyrir vinnustofuskipti fyrir félagsmenn SÍM.

 

Félagsmenn geta sótt um eins mánaðar vinnustofudvöl í Budapest Gallery í miðbæ Búdapest, Ungverjalandi, 3.-30. maí 2024.

 

Innifalið í dvöl:

- Gisting í fullbúinni 60 fermetra stúdíóíbúð með þakgarði og útiverönd. Heimilisfang: 1072 Budapest Klauzál tér 2.

- Sýningarstjórn og leiðbeinanda aðstoð frá Búdapest Gallery ásamt vikusýningu í lok dvalar.

- Við mælum eindregið með að listamenn sækji um Mugg dvalarstyrk og aðra staðbundna og evrópska styrki til dvalarinnar.

 

Ekki innifalið í dvölinni:

• Vinnustyrkur eða styrkur til dvalar

• Ferðakostnaður

• Matur, tryggingar og efniskostnaður

SAMBAND
ÍSLENSKRA
MYNDLISTARMANNA

Hafnarstræti 16, 101 Reykjavík, Ísland

Skrifstofan er opin virka daga frá kl 12 -16

Sími/ Tel.: +354 551 1346
Email: sim@sim.is

Kt. 551283-0709

Samfélagsmiðlar

  • Facebook
  • Instagram
logo_white_edited.png

© Samband íslenskra myndlistarmanna, 2024

bottom of page