top of page
Anchor 1

Viska - stéttarfélag

 

Viska er nýtt sameinað stéttarfélag háskólamenntaðra sérfræðinga. Félagið byggir á grunni rótgróinna stéttarfélaga og mun sækja fram með fjölmargar nýjungar í þjónustu og hagsmunagæslu fyrir félagsfólk.

IMG_0536-e1441023029694.jpeg

Aðalfundur Sambands íslenskra myndlistarmanna árið 2023 ákvað að félagið yrði hér eftir aðeins fagfélag en ekki fag- og stéttarfélag eins og verið hefur. Ákveðið var að færa félagsfólk SÍM sem greiddi stéttarfélagsgjald yfir í sérstakan faghóp listafólks innan Visku – stéttarfélags sem er aðildarfélag að BHM.

Þessi breyting tók gildi um áramótin 2023-24 sem þýðir að launagreiðendur félagsfólks SÍM þarf að breyta stéttarfélagsnúmeri vegna launa á nýju ári.

Allar greiðslur í sjóði eru að öllu leyti óbreyttar og fylgja stéttarfélagsnúmerinu.

Viska – stéttarfélag

Kennitala: 491079-0459

SAL númer: 679

viska@viska.is 

Frekari upplýsingar veitir skrifstofa SÍM á sim@sim.is eða í síma 551 1346. 

Félagsgjald

Í Fræðagarði eru félagsgjöld 0,95% af heildarlaunum félagsfólks á mánuði. Þau ber að draga mánaðarlega af launum og vinnuveitandi skilar þeim til stéttarfélags. 

Mótframlag launagreiðanda í sjóði
Athugið að mótframlag í sjóði reiknast alltaf af heildarlaunum nema annað sé tekið fram.

Almennur vinnumarkaður 

Sjúkrasjóður BHM 1%

Orlofssjóður BHM 0,25%

Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22%

Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% valkvætt gjald

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði

Sjálfstætt starfandi

Sjúkrasjóður BHM 1% valkvætt gjald

Orlofssjóður BHM 0,25% valkvætt gjald

Starfsmenntunarsjóður BHM 0,22% valkvætt gjald

Starfsþróunarsetur háskólamanna 0,70% valkvætt gjald

Framlag í VIRK, starfsendurhæfingarsjóð er 0,1% af heildarlaunum og er innheimt af lífeyrissjóði

bottom of page