top of page
Anchor 1

SÍM framleigir vinnustofur til félagsmanna í 9 vinnustofuhúsum víðsvegar um höfuðborgarsvæði.  Vinnustofuhúsin eru á Seljavegi 32, Hólmaslóð 4, Héðinsgötu 1, og á Korpúlfsstöðum í Reykjavík, Auðbrekku 1, 2, 6 og 14 í Kópavogi og Lyngási 7 í Garðabæ, en vinnustofurnar eru hátt í 230 talsins.

 

Vinnustofurnar eru alla jafna fullnýttar, en félagsmenn geta farið á biðlista og ganga þá fyrir ef vinnustofa losnar. Þeir sem eru á biðlistunum þurfa að fylgjast vel með auglýsingum frá SÍM um vinnustofur og hafa samband ef áhugi er fyrir hendi. SÍM hefur ekki samband við þá sem eru á biðlistunum til þess að bjóða vinnustofur sem losna, heldur verða félagsmenn að fylgjast vel með.

 

Upplýsingar og úthlutunarreglur vegna vinnustofa SÍM

 

Þau gæði sem SÍM aflar eiga að deilast út til félagsmanna eftir lýðræðislegum reglum. Þegar um er að ræða gæði sem eru af skornum skammti, eru skipaðar nefndir sem fara yfir umsóknir félagsmanna og afgreiða þær.

Reglur um vinnustofur SÍM eiga að tryggja að allir félagsmenn SÍM sitji við sama borð þegar kemur að því að úthluta þeim takmörkuðu gæðum sem SÍM hefur yfir að ráða.

 

 

Samþykktar reglur um vinnustofur SÍM.

  1. Vinnustofur SÍM eru leigðar út til 3ja ára í senn (og hefur sú regla verið frá upphafi ).

  2. Á 3ja ára fresti eru allar vinnustofurnar lausar til umsóknar.  Skipuð er úthlutunarnefnd sem fer yfir umsóknirnar og úthlutar vinnustofunum.

  3. Hægt er að sækja um endurnýjun á leigusamningi 2svar sinnum, ekki er hægt að leigja vinnustofu í sama vinnustofuhúsi lengur en þrjú leigutímabil, 3 x 3 ár eða samtals í 9 ár

  4. Þeir félagsmenn sem ekki hafa rétt á að sækja um vinnustofu í sama vinnustofuhúsi og áður, geta þó sótt um í öðru vinnustofuhúsi á vegum SÍM.

Vinnustofuhús SÍM

 

Langtíma leigusamningur

 

SÍM hefur verið með vinnustofur fyrir félagsmenn sína á Korpúlfsstöðum frá árinu 1996, þegar 11 vinnustofur voru í boði, en frá 2006 hefur SÍM verið með allt húsnæðið á leigu. Vinnustofurnar á Korpúlfsstöðum eru leigðar til 3ja ára í senn, yfirstandandi leigutímabili lýkur 31.05.2024.

 

Korpúlfsstaðir eru í eigu Reykjavíkurborgar.

 

SÍM hefur verið með vinnustofur fyrir félagsmenn sína á Seljavegi 32, frá árinu 2006. Seljavegur er í eigu ríkisins.

 

Tímabundnir leigusamningar eru um eftirtalin vinnustofuhús.

 

Seljavegur 32, R. núverandi leigutímabili lýkur 31.12.2024

Lyngás 7, Gb. núverandi leigutímabili lýkur 31.10.2023

Auðbrekka 1, K. núverandi leigutímabili lýkur 31.12.2023

Auðbrekka 2, K. núverandi leigutímabili lýkur 10.04.2026

Auðbrekka 14, K. núverandi leigutímabili lýkur 30.06.2023

Nýbýlavegur 6, K. núverandi leigutímabili lýkur 01.11.2025

Hólmaslóð 4, R. núverandi leigutímabili lýkur 31.03.2024

Héðinsgata 1, R. núverandi leigutímabili lýkur 30.11.2024

 

Biðlisti

 

Á 3ja ára fresti eru eru allar vinnustofur auglýstar lausar til umsóknar. Félagsmenn sem ekki fá úthlutað vinnustofu geta óskað eftir því að vera settir á biðlista.

Biðlistarnir eru virkir í 3 ár, eða jafnlengi og hvert leigutímabil varir. Ef vinnustofur losna innan þessa 3ja ára leigutímabils, eru þær auglýstar aftur lausar til umsóknar

og getur þá félagsmaður af biðlistanum fengið vinnustofu. (þá er farið eftir tímaröð viðkomandi á biðlistanum)

 

Stjórn SÍM gætir hagsmuna félagsmanna og gætir jafnframt þess að allir félagsmenn sitji við sama borð og njóti jafnræðis þegar verið er að úthluta þeim

takmörkuðu gæðum sem SÍM hefur yfir að ráða.

Hólmaslóð-banner-scaled (1).jpg
2014-09-30-13.01.12.jpg
Seljavegur_house.jpg
2014-09-30-13.01.12.jpg
Seljavegur_house.jpg
Hólmaslóð-banner-scaled (1).jpg

Þórsvegur 1, 112 Reykjavík

Seljavegur 32, 101 Reykjavík

Hólmaslóð 4, 101 Reykjavík

lyngas2.jpeg
audebrekka-5.jpeg
Auðbrekka-1.jpeg
Auðbrekka 1.jpeg
Auðbrekka 2.jpeg
Auðbrekka 14.jpeg

Auðbrekka 1, 200 Kópavogur

Auðbrekka 2, 200 Kópavogur

Auðbrekka 14, 200 Kópavogur

Héðinsgata.jpeg
Nýbýlavegur 6.jpeg
Lyngás 7.jpeg

Héðinsgata 1, 105 Reykjavík

Nýbýlavegur 6, 200 Kópavogur

Lyngasi 7, 210 Garðabær

bottom of page