Umsögn SÍM um frumvarp til breytinga á lögum um listamannalaun
föstudagur, 22. mars 2024
Umsögn SÍM um frumvarp til breytinga á lögum um listamannalaun
Við hjá SÍM viljum árétta að nú, þegar listastarf verður sífellt mikilvægara íslenskum efnahag og
samfélagi, skiptir miklu máli að lög um starfslaun séu endurskoðuð til að mæta kröfum
samtímans. Við teljum að frumvarp að nýjum lögumum listamannalaun fullnægi að miklu leiti þessar kröfur.
Það er mikilvægt að samþykkt lög uppfylli eftirfarandi:
1. Að upphæð launa sé hækkuð til að tryggja þeim listamönnum sem þeirra njóta
lífvænleg kjör.
Til þess að svo verði þarf einnig að endurskoða 1. mgr 4 gr. laga um listamannalaun frá
2009 og tengja upphæð þeirra betur við launavísitöluna. Launavísitalan hefur hækkað
um 172,7 prósent frá setningu laganna 2009 en upphæð Listamannalauna aðeins um
101,69 % á sama tíma. Því hefur töluverð kjararýrnun orðið hjá listamönnum.
2. Að fjölga launamánuðum og leiðrétta skiptingu launa á milli hópa, enda hefur
starfandi listamönnum fjölgað mikið á undanförnum árum og áherslur breyst.
Frumvarpið svara þessu vel með stofnun þriggja nýrra launasjóða og töluverðri aukningu
á úthlutuðum mánuðum í skrefum til 2028.
3. Að stofna sérstakan sjóð fyrir upprennandi listamenn til að tryggja að sem flestir geti
unnið að list sinni og þróað strax eftir að námi lýkur.
SÍM fagnar stofnun sjóðsins Vöxtur fyrir listamenn undir 35 ára. En það er mikilvægt, og
á því mætti skerpa í lögunum, að við úthlutun úr sjóðnum sé gætt jafnræðis milli
listgreina og að faglegar úthlutunarnefndir úthluti úr sjóðnum.
4. Að skapa faglega umgjörð um launasetningu eldri listamanna sem eru enn virkir
þannig að samfélagið geti notið krafta þeirra sem lengst.
SÍM fagnar stofnun sér launasjóðs fyrir listamenn sem náð hafa 67 ára aldri og að hægt
sé að veita úr honum í allt að fimm ár. Það er mikilvægt, og á því mætti skerpa í
lögunum, að við úthlutun úr sjóðnum sé gætt jafnræðis milli listgreina og að faglegar
úthlutunarnefndir úthluti úr sjóðnum.
Með hliðsjón af ofangreindu fagnar SÍM framlagningu nýs frumvarps og styður markmið þess.