top of page

Mánuður myndlistar er vettvangur til að kynna starf myndlistarmanna fyrir almenningi, gera fagið aðgengilegra öllum ásamt því að auka umræðu um myndlist og myndlistarmenn. 

​​​

Mánuður myndlistar er fræðsluverkefni sem haldið er á vegum Sambands íslenskra myndlistarmanna á haustin ár hvert. Einn veigamesti hluti starfsins eru skólakynningar myndlistarmanna í grunn- og framhaldsskólum víðsvegar um landið. Kynningarnar hafa gefist vel og orðið árviss viðburður í mörgum skólum. Þar fá nemendur tækifæri á að fræðast um störf og starfsumhverfi myndlistarmanna sem og eðli fagsins.

Ónefnt.png
bottom of page