Styrkir og sjóðir
Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist.
Umsóknarfrestur og nánari upplýsingar á:
https://www.icelandicartcenter.is/is/myndlistarsjodur
Hlutverk myndlistarsjóðs er að efla íslenska myndlist með fjárhagslegum stuðningi og stuðla þannig að framgangi listsköpunar, kynningu og aukinni þekkingu á íslenskri myndlist. Myndlistarsjóður heyrir undir myndlistarráð og starfar samkvæmt myndlistarlögum og eftir reglum sem ráðherra setur.
Auglýst er eftir umsóknum tvisvar á ári. Sérskipaðar matsnefndir meta umsóknir og gera tillögu að úthlutun til myndlistarráðs.
Hafa samband: info@myndlistarsjodur.is
Fyrir sjálfstætt starfandi hönnuði, myndlistarmenn, rithöfunda, sviðslistafólk, tónlistarflytjendur, tónskáld og kvikmyndahöfunda. Tilgangurinn er að efla listsköpun í landinu. Alþingi veitir árlega fé af fjárlögum til þess að launa listamenn í samræmi við lög [ 57/2009.]
Umsóknarfrestur vegna listamannalauna 2026. Nánar á vefsíðu Rannís: https://www.rannis.is/sjodir/menning-listir/starfslaun-listamanna/
Umsóknarfrestur er 1. október 2025, kl 15:00. Opnað fyrir umsóknir í byrjun ágúst.
Umsækjendur eru hvattir til að sækja ekki um á lokadegi.
Mánaðarleg upphæð listamannalauna árið 2025 er 560.000 kr.
Launasjóðir og greiðslur
Starfslaun listamanna eru veitt úr átta sjóðum:
launasjóði hönnuða og arkitekta
launasjóði myndlistarmanna
launasjóði rithöfunda
launasjóði sviðslistafólks
launasjóði tónlistarflytjenda
launasjóði tónskálda
launasjóði kvikmyndahöfunda
Vegsemd, sjóði fyrir listamenn 67 ára og eldri (ATH: Ekki er sótt um í Vegsemd heldur geta umsóknir listamanna 67 ára og eldri í ofangreinda sjóði fallið undir Vegsemd)
Umsjón með sjóðunum er í höndum stjórnar listamannalauna.
Starfslaun listamanna eru greidd mánaðarlega. Þau sem njóta starfslauna í sex mánuði eða lengur skulu ekki gegna fullu starfi meðan á starfslaunatímanum stendur.
Fjárhæð starfslauna skal koma til endurskoðunar við afgreiðslu fjárlaga ár hvert með tilliti til þróunar launa, verðlags og efnahagsmála [ 4. gr. laga 57/2009].
Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn því aðeins tekin til umfjöllunar að áfanga- eða lokaskýrslu vegna fyrri starfslauna hafi verið skilað til stjórnar listamannalauna, skv. 7. gr. reglugerðar um listamannalaun.
Hér má finna úthlutunarreglur styrkja Myndstefs. Rétt til að sækja um styrki hafa þeir myndhöfundar sem eru aðilar í Myndstefi og aðrir starfandi myndhöfundar.
Úthlutun úr höfundasjóði Myndstefs
Umsóknareyðublað fyrir úthlutun vegna verkefna
Ferða-, menntunar- og vinnustofustyrkir
Umsóknareyðublað fyrir úthlutun vegna ferða-, menntunar- og vinnustofustyrk
Athugið að Myndstef veitir eingöngu styrki til myndhöfunda, en myndhöfundar eru þeir sem skapa myndverk er nýtur verndar samkvæmt höfundalögum nr. 73/1972. Sköpun er sérstök andleg iðja sem fullnægja verður vissum lágmarksskilyrðum varðandi frumleika og afrakstur sköpunarinnar er verk. Myndverk geta verið: myndlistarverk, málverk, gjörningar, tvívíð verk, þrívíð verk, skúlpturar, gjörningar, videó verk, hljóðverk, ljósmyndir, áhugamannaljósmyndir, fatahönnun, vöruhönnun, grafísk hönnun, margmiðlunarhönnun, búningahönnun, leikmunahönnun, skargripahönnun, húsgagnahönnun, arkitektúr, nytjalist, teikningar, uppdrættir, og önnur sjónlist.
Myndlistarmiðstöð veitir styrki til myndlistarmanna til ferða vegna sýningahalds og vinnustofudvala utan Íslands.
Ferðastyrkir eru fyrir kostnaði við ferðir og gistingu tengda sýningarhaldi, vinnustofudvölum og verkefnum erlendis.
Styrkupphæð er 75.000 kr. Umsóknarfrestir 1. febrúar fyrir ferðalög í kringum febrúar – maí 1. júní fyrir ferðalög í kringum júní – september 1. október fyrir ferðalög í kringum október - janúar
Umsóknarfrestur rennur út á miðnætti á ofangreindum dögum. Umsóknir og gögn sem berast eftir þann tíma verða ekki tekin til greina
Mobility Funding er til að standa straum af ferðakostnaði fyrir stuttar ferðir (allt að 10 daga) ætluðum umsækjendum frá Norðurlöndunum og Eystrasaltsríkjunum sem starfa við listir og menningu. Umsóknarfrestur er fjórum sinnum á ári.
Culture and Art Programme veitir styrki til einstaklinga, hópa og stofnana innan allra tegunda lista og menningar. Verkefni mega vera á öllum stigum og vera samvinnuverkefni að minnstakosti þriggja landa þar af verða tvö að vera norræn. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári.
Network Funding (skammtíma/langtíma) styður menningarlega samvinnu milli starfandi listamanna og starfsmanna menningarmála á Norðurlöndunum og/eða í Eystrasaltsríkjunum. Umsóknarfrestur er tvisvar á ári (skammtímastyrkur) og einu sinni á ári (langtímastyrkur).
Funding for Artist Residencies Styrkur til gestavinnustofa / residensía sem bjóða listamönnum að iðka list sína og skapa tengsl á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum.
Creative Europe styrkir skapandi greinar með áherslu á menningarlega fjölbreytni og viðbrögð við þeim áskorunum sem menning og listir standa frammi fyrir. Sérstök áhersla verður lögð á stafrænar og grænar lausnir. Áætlað umfang næstu 7 árin er um 2.5 milljarðar €.
Hverjir geta sótt um?
Allir lögaðilar, menningarfyrirtæki og –stofnanir, geta sótt um til Creative Europe en skilyrði er að þátttakendur séu frá aðildarríkjum Evrópusambandsins og / eða Íslandi, Noregi og Liechtenstein.
Ísland er fullgildur aðili áætlunarinnar og hafa íslenskir aðilar því jafnan rétt og aðrir innan Evrópusambandsins til að sækja um styrki.
Rannís er umsýsluaðili Creative Europe á Íslandi og hefur umsjón með kynningu á áætluninni og veitir umsækjendum upplýsingar og aðstoð.
Letterstedski sjóðurinn hefur það hlutverk að styrkja norrænt samstarf og samstarf við Eystrasaltsríkin á sviði rannsókna, lista, vísinda og fræða.
Íslandsdeild sjóðsins veitir ferðastyrki og er umsóknarfrestur 15. febrúar á hverju ári. Hægt er að sækja um á íslensku. Ferðastyrkir eru einungis veittir til ferða milli norrænu landanna og Eystrasaltsríkjanna, en hvorki til ferða innan landanna né til uppihalds.
Á hverju ári auglýsir aðalstjórnin í Svíþjóð styrki til útgáfu, ráðstefnuhalds o. fl. (en ekki ferðastyrki) og eru tveir umsóknarfrestir; 15. febrúar og 15. september. Þær umsóknir eiga að vera á skandinavísku eða ensku sem er síðra – en ekki á íslensku.
Nánari upplýsingar á vefsíðu sjóðsins:


