top of page

Tæri : Sýning Erlu S. Haraldsdóttur

508A4884.JPG

fimmtudagur, 3. október 2024

Tæri : Sýning Erlu S. Haraldsdóttur

English below

Röð málverka, röð teikninga og veggmynd eru uppistaðan í nýjustu sýningu listakonunnar Erlu S. Haraldsdóttur í Neskirkju. Myndirnar snúast allar um þemað kynni og eru afleiðing af tengingu listakonunnar við langalangömmu sína og mótandi draum sem hana dreymdi sem barn, þar sem hún hitti huldukonu. Erla hreifst svo af þessari frásögn af fundi ungu konunnar og yfirnáttúrulegu konunnar, sem kemur víða fyrir í íslenskri þjóðtrú, að hún vann röð verka sem byggja á henni, með titlinum „Draumur móður minnar“, sem sýnd voru í Norrtälje Konsthall árið 2022, Gallery Gudmundsdottir árið 2023, og í Listasafni Árnesinga 2024.

Í sýningunni Tæri vinnur listakonan áfram með hugmyndina um kynni, nú í víðara samhengi. Hún skoðar listasögu og goðsagnir heimsins og sýnir málverk af boðun Maríu, Krishna, goðsagnaveru úr hellamálverki Khoisan-fólksins í Suður-Afríku, bænabeiðu, og ref. Þessar gjörólíku verur eiga það sameiginlegt að geta allar verið áþreifanleg birting andans eða sjálfsins. Í japanskri og kínverskri þjóðtrú geta refir breytt sér í yfirnáttúrulegar konur sem draga unga karlmenn á tálar. Engill boðunar Maríu kemur til hennar og segir henni að hún muni fæða Guðssoninn. Khoisan-fólkið stundar leiðsludans þar sem töfralæknar herma eftir og breytast í dýr sem eru nauðsynleg fyrir afkomu ættbálksins.

Sýningin stendur til og með 13. október næstkomandi í Neskirkju.


A series of paintings and a series of drawings and a mural are the nuts and bolts of this latest exhibition of the artist Erla S. Haraldsdóttir at Neskirkja. The series is structured around the theme of a meeting and is an outgrowth of the artist’s own connection to her great-great-grandmother, via a diary that her kinswoman wrote in the 1930s. In the diary, her ancestor writes about a formative dream that her mother had, in which she met a “hidden woman.” Erla was so intrigued by this meeting between a young woman and a supernatural person, common to Icelandic folk belief systems, that she made a series of works based on this, titled “My Mother’s Dream” at Gallery Gudmundsdóttir in 2023, or “Dreams of my Mother” at Listasafn Árnesingar in 2024.

For the current work, the artist revisits and depicts encounters in a broad sense, she adopts a wide-angle view on world art history and mythologies and displays representations of the annunciation of the Virgin Mary, Krishna, a cave painting of a shapeshifting Khoi San from prehistoric Southern Africa, a praying mantis, and a fox. These disparate figures hold in common that they can be avatars for an encounter with the numinous or the self. Foxes in Japanese and Chinese folk beliefs and mythologies can shapeshift into spirit women who trick and seduce young men. The Angel of the annunciation interrupts the Virgin Mary while she is reading and tells her of her coming fate to become a mother to the son of God. The Khoi San engage in trance dances in which shamans mimic and become the animals that are significant for the survival of the clan of kinfolk.

The exhibition is on view until 13 October 2024 at Neskirkja.

Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
Bildschirmfoto 2021-05-08 um 15.16.09.pn
bottom of page