Skaftfell: FJÆR / AFIELD - Diane Borsato, Geoffrey Hendricks og Þorgerður Ólafsdóttir
miðvikudagur, 1. júní 2022
Skaftfell: FJÆR / AFIELD - Diane Borsato, Geoffrey Hendricks og Þorgerður Ólafsdóttir
Opnunin fer fram 4. júní kl. 16-18:00 í sýningarsal Skaftfells.
Leiðsögn með Þorgerði Ólafsdóttur og Becky Forsythe verður 5. júní, kl. 11:00.
Sýningin stendur til 4. september 2022.
Opnunartímar: þri–lau kl. 12-18:00,
sun kl. 12-17:00, mán lókað.
Á sýningunni Fjær er safnað saman samtímalist og munum úr náttúru- og minjasöfnum sem tengjast innbyrðis og hafa skírskotanir í himininn, jarðfræði, könnun á landi og sýnatökur. Rýnt er í samband manns og umhverfis og staða okkar á tímum mannaldar rakin í gegnum vettvangsvinnu, athafnir og rannsóknir. Með því að stilla saman gimsteinum, grjóti og steinefnum til efnisleifa eins og plasts, er gerð tilraun til að draga fram í dagsljósið flókið þróunarferli milli manns, náttúru og lands í síbreytilegu samhengi.
Titillinn, Fjær, gæti vísað til einhvers sem er í fjarska, að heiman eða framandi, handan reynsluheims okkar. Eins og stjörnumerki í himinhvolfinu, tengjast handmálaður og samansafnaður himinn við steinasöfn, leiknar sögur og jarðfundnar plastminjar og eru því ekki lengur hluti af hnignun heldur breytast í hvata fyrir minningu sem bæði hreyfist og stirðnar innan jarðsögulegs tíma. Sum verkanna, innblásin af mannlegri löngun til að safna og um leið breyta hinum náttúrulega heimi, varpa fram spurningunni: hvernig getur sú athöfn að halda út í umhverfið, sem við höfum nýlega enduruppgötvað, nært og skapað rými fyrir nýjar sameiginlegar frásagnir?
Sýnd verða verk eftir Diane Borsato, Geoffrey Hendricks (1931-2018) og Þorgerði Ólafsdóttur. Á sýningunni eru einnig steinar sem Nicoline Weywadt safnaði og jarðfundnir plastmunir frá fornleifauppgreftinum við bæinn Fjörð á Seyðisfirði, sumrin 2020 og 2021.
Sýningarstjóri er Becky Forsythe.
Diane Borsato (f. 1973) er kanadískur myndlistarmaður sem notar uppeldisfræðilegar og tilraunakenndar nálganir í verkum sínum með gjörningum, inngripum, vídeói, innsetningum og ljósmyndum. Þverfaglegar og félagslegar tengingar í verkum hennar verða oft til með því að stefna saman ólíkum hópum þ.m.t. fagfólki innan menningargeirans, listamönnum, dönsurum og náttúrufræðingum. Hún hlaut Martyn-Lynch Staunton verðlaunin frá kanadíska listaráðinu og hefur tvisvar verið tilnefnd til Sobey lista verðlaunanna. Diane hefur sýnt víða þar með talið í Art Gallery of Ontario, The Power Plant, the Walter Philips Gallery í Listamiðstöðinni Banff, Toronto tvíæringnum og í alþjóðlegum galleríum og söfnum. Hún dvaldi nýverið í vinnustofudvöl listamanna í AGO og hefur leitt vinnustofudvöl í Listamiðstöðinni Banff þ.m.t. Art of Stillness og the OUTDOOR SCHOOL. Hún kennir framhaldsnámskeið í Experimental Studio, sem dósent við Háskólann í Guelph, þar sem sambandið milli listar og hversdagslífs er skoðað – þ.m.t. Food and Art, Special Topics on Walking, Live Art, og OUTDOOR SCHOOL.
Geoffrey Hendricks (1931-2018) var bandarískur myndlistarmaður sem kenndi sig við Fluxus frá sjöunda áratugnum, tók þátt í Fluxus hátíðum og sýndi verk sín víðsvegar. Árið 1965 hóf Geoffrey að nota skýjamyndir í verkum sínum, hann teiknaði ský á striga, stígvél, tau, stiga, bíla, byssur og stigaganga, ásamt öðrum hversdagslegum hlutum í innsetningum og gjörningum. Hann var prófessor emeritus í myndlist í Rutgers Háskólanum, þar sem hann kenndi á tímabilinu 1956-2003 og var þekktur meðal nemenda sinna vegna færni sinnar við matreiðslu heilsumáltíða. Hann rak vinnustofur og vinnustofudvöl listamanna í New York borg og býli í Colindale, Cape Breton Island í Nova Scotia ásamt lífsförunauti sínum og vinnufélaga, Sur Rodney. Hægt er að finna verk eftir Geoffrey Hendricks víða.
Þorgerður Ólafsdóttir (f. 1985) býr og starfar í Reykjavík. Í verkum sínum skoðar hún ólíka hluti og fyrirbæri sem eru samofin skilningi okkar og sambandi við náttúruna og öllum þeim mismunandi merkingum og gildum sem þar búa á tímum mikillar vitundarvakningar. Í nýlegum verkum hefur hún verið að skoða ólíkar birtingamyndir mannaldar og skörun jarðsögulegs tíma við manntíma. Þorgerður er hluti af þverfaglega rannsóknarverkefninu Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North, sem snýr að menningar – og náttúruminjum á norðurslóðum á tímum loftslagsbreytinga. Á næstu fjórum árum mun hópurinn vinna að margvíslegum verkefnum á Íslandi og Noregi; sýningum, opnum fyrirlestrum, málstofum, vinnustofum og útgáfum. Þorgerður hefur farið fyrir listamannareknum rýmum og unnið að sjálfstæðum verkefnum eins og tvíæringnum Staðir / Places, hún var formaður Nýlistasafnsins frá 2014 – 2018 hefur gefið út bækur um myndlist og listamannarekin frumkvæði.
Sýningin er styrkt af / Supported by:
Myndlistarsjóður, Múlaþing,
Menningar- og viðskiptaráðuneytið, Náttúrufræðistofnun Íslands, Nýlistasafnið,
Safnasjóður, Síldarvinnslan, Tækniminjasafn Austurlands,
Uppbyggingarsjóður Austurlands,
Þjóðminjasafnið
Mynd: Hnappur (með fjögurra blaða smára). Frá 1900-1930, finnandi Þóra Margrét Hallgrímsdóttir, Fjörður, Seyðisfjörður. Ljósmynd: Snædís Sunna Thorlacius.
Með leyfi Ragnheiðar Traustadóttur og Antikva ehf.
__________________________________________________________
Opening on June 4 from 16-18:00 in the Skaftfell gallery.
Guided tour with Þorgerður Ólafsdóttir and Becky Forsythe on June 5, 11:00.
The exhibition continues until Sep 4, 2022.
Opening times: Tue-Sat 12-18:00,
Sun 12-17:00, Mon closed.
Afield assembles contemporary artworks and objects from natural history and archaeological collections that center themes and references to the sky, geology, land exploration and extraction. The exhibition digs into the human relationship with the environment, and through fieldwork, performance and research, traces our current position in the anthropocene. From gems, stones and minerals to material remnants like plastic, it attempts to unearth the complex processes between human, nature and land as ever changing sequences.
Afield could mean something at a distance, away, or not familiar, beyond the range of our experience. In a constellation of hand-painted and gathered skies, collected minerals, performed stories and plastic remains pulled from the soil, the works counter to decay and become catalysts for memory, passage and suspension in geologic time. Sometimes inspired by the human desire to collect, and in turn change, the natural, non-human world, the works ask: how can the ritual of heading out into the environment, newly navigating our relationship to it, nourish and allow for new collective claims to emerge?
Participating artists are Diane Borsato, Geoffrey Hendricks (1931-2018) and Þorgerður Ólafsdóttir. The exhibition includes minerals collected by Nicoline Weywadt and excavated plastic objects from the archeological site at the farm Fjörður in Seyðisfjörður, dug up during the summer of 2020 and 2021.
Curated by Becky Forsythe.
Diane Borsato (b. 1973) is a Canadian visual artist whose work explores pedagogical practices and experiential ways of knowing through performance, intervention, video, installation, and photography. Her multidisciplinary and socially engaged works are often created through the mobilization of distinct groups of people including arts professionals, artists, dancers and naturalists. She was awarded the Victor Martyn-Lynch Staunton Award from the Canada Council for the Arts, and was twice nominated for the Sobey Art Award. Borsato has exhibited widely, including at the Art Gallery of Ontario, The Power Plant, the Walter Philips Gallery at the Banff Centre for the Arts, the Toronto Biennial of Art and in galleries and museums internationally. She was recently the Artist in Residence at the AGO and has co-led residencies at the Banff Centre including the Art of Stillness and the OUTDOOR SCHOOL. As Associate Professor at the University in Guelph, she teaches advanced courses in Experimental Studio – that explore the relationships between art and everyday life – including Food and Art, Special Topics on Walking, Live Art, and OUTDOOR SCHOOL.
Geoffrey Hendricks (1931 – 2018) was an American artist who was associated with Fluxus since the mid 1960s, participated in Fluxus festivals worldwide and exhibited internationally. In 1965 Hendricks began incorporating sky imagery into his works, Hendricks painted sky on canvases, boots, laundry, ladders, cars, guns, and stairwells, among other everyday objects in installations and performances. He was professor emeritus of art at Rutgers University, where he taught from 1956 to 2003 and was renowned by students for his skill in preparing macrobioticmeals. He maintained studios and residences in New York City and a farm in Colindale, Cape Breton Island, Nova Scotia, along with his partner and sometimes collaborator Sur Rodney. Works by Geoffrey Hendricks can be found in collections around the world.
Þorgerður Ólafsdóttir (b. 1985) is a visual artist based in Reykjavík. Her practice considers various objects and phenomena connected to understanding and relating to the natural world as it overlaps and is interpreted in human environments. Þorgerður is part of the research project Relics of Nature, an Archaeology of Natural Heritage in the High North, which aims to explore understandings and manifestations of natural heritage, with special focus on the High North and in the context of climate change. Her recent work centers around different manifestations of the Anthropocene and human vs. geological time. From 2014-2018 she was the director of The Living Art Museum and has sat on various boards including Sequences Real Time Festival and the Reykjavík Arts Festival. She is co-founder of Staðir / Places, a biannual exhibition project and mobile residency in the Westfjords of Iceland.
Sérstakir þakkir / Special thanks:
Antikva ehf, Ármann Guðmundsson, Kristján Jónasson, Ragnheiður Traustadóttir,
Rannveig Þórhallsdóttir, Snædís Sunna Thorlacius, Unnur Sveinsdóttir, Þorsteinn Þorsteinsson, Vigfús Birgisson
Image: Button (with four-leaf clover), from 1900-1930, found by Þóra Margrét Hallgrímsdóttir, Fjörður, Seyðisfjörður. Photo: Snædís Sunna Thorlacius. Courtesy of Ragnheiður Traustadóttir and Antikva ehf.