Páll Haukur: [...]

fimmtudagur, 9. október 2025
Páll Haukur: [...]
Verið velkomin á nýja sýningu Páls Hauks í BERG Contemporary
laugardaginn 11. október klukkan 17.
Sýningin stendur til og með 15. nóvember 2025.
Titill sýningarinnar er [...]
Þar kennir ýmissa grasa, en Páll sýnir nýja skúlptúra og málverk.
Páll Haukur fjallar um hugmyndafræðileg sambönd náttúru, mennsku og menningar. Í því samhengi leitast list Páls við að spyrja hvernig eitthvað hljóti merkingu til að byrja með, hvar liggur ábyrgðin í merkingarframleiðslu samtímans. Verk hans krefja áhorfandann ennfremur um síendurtekna táknfræðilega ákvarðanatöku, þar sem samhengi hlutanna er í eilífri endurskoðun og líkamleiki áhorfandans spilar lykilhlutverk. Allt tekur umbreytingu, en Páll Haukur notar endurtekið lífræn efni í verkum sínum, auk þess sem hann beitir orðum og texta sem hlutum. Þannig skoðar hann takmarkanir dauðra hluta í leit að tengingu við umhverfi sitt.
Páll Haukur útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá California Institute of the Arts árið 2013 og hefur komið víða við á sýningarferli sínum síðan, en verk hans hafa meðal annars verið sýnd í Listasafni Reykjavíkur og Listasafni Íslands hér á landi. Hann er lektor við myndlistardeild Listaháskóla Íslands og er virkur í sýningarhaldi innanlands sem utan.


