Opnun Í lággróðrinum, ARS LONGA, Djúpavogi

fimmtudagur, 26. júní 2025
Opnun Í lággróðrinum, ARS LONGA, Djúpavogi
Sumarsýning ARS LONGA, Djúpavogi, Í lággróðrinum, opnar laugardaginn 28. Júní næstkomandi kl. 15. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, sveitarstjóri Múlaþings, mun opna sýninguna formlega. Gjörninga flytja Regn Evu, Tuija Hansen & Wiola Ujazdowska.
Í lággróðrinum er sýning sem grefur fyrir um kerfin sem binda náttúru og menningu saman - í gegnum rætur sem næra, sagnaminni sem liggja í loftinu og krafta sem viðhalda tilveru okkar. Listafólkið á sýningunni kanna með andlegum, efnislegum og persónulegum aðferðum flókin tengslanet sem tengja okkur við landið, sameiginlegt minni og sögulega framvindu tímans. Við eigum öll rætur að rekja í lággróðrinum.
Listamenn eru: Alanis Obomsawin (Abenaki, US/CA), Edda Karólína Ævarsdóttir (IS), Eva Ísleifs (IS), Gústav Geir Bollason (IS), Hallgerður Hallgrímsdóttir (IS), Nancy Holt (US), Ragna Róbertsdóttir (IS), Regn Evu (IS), Sigrún Hrólfsdóttir (IS), Sigurður Guðmundsson (IS), Tuija Hansen (CA), Vikram Pradhan (IN/IS) & Wiola Ujazdowska (PL/IS)
Sýningarstjórn: Becky Forsythe & Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
Sýningin er sett upp með stuðningi frá Múlaþingi, Myndlistarsjóði, Sóknaráætlun Austurlands og Örvar.
ARS LONGA er alþjóðlegt samtímalistasafn á Djúpavogi stofnað af myndlistarmönnunum Sigurði Guðmundssyni og Þór Vigfússyni árið 2021. ARS LONGA leggur metnað í að vera leiðandi vettvangur alþjóðlegrar samtímalistar á Íslandi með framsæknu sýningarhaldi og eflir tengsl og samvinnu við listamenn og fagaðila á alþjóðavísu með öflugri starfsemi. Markmið ARS LONGA er að safna og varðveita listaverkaeign eftir íslenska og alþjóðlega listamenn.
Um lággróðurinn
Í sýningunni Í lággróðrinum er grafist fyrir um flókin tengsl okkar við land, haf, skóg, plöntulíf og þann kyrrláta lífskraft sem gjarnan leynist undir niðri. Hér er hlustað eftir leiðum til að tengjast heiminum – þá sérstaklega í gegnum áferð og hverfulleika lággróðursins – sem spretta upp úr persónulegri reynslu, menningarminni og líkamlegri visku.
Slíkri þekkingu hefur löngum verið haldið á lofti innan þekkingarkerfa innfæddra. Hún á sér rætur í tilteknum stöðum, tungumálum og lífsháttum. Frá sögulegu sjónarhorni hafa slíkar hefðir þó iðulega verið settar til hliðar við ríkjandi heimsmynd, sem er sögð algild en er þó mótuð af hugsunarhætti akademíunnar, nýlenduvelda og auðlindanáms. Við göngumst við því að þessi þekking er hvorki stöðnuð né tilheyrir hún fortíðinni; þvert á móti einkennist hún af aðlögunarhæfni og seiglu - bregst stöðugt við brýnustu málum samtímans.
Sýningin Í lággróðrinum er ekki fastmótað landsvæði heldur lifandi og marglaga vistkerfi þar sem upplifa má harm, andspyrnu, umbreytingu og skynþekkingu. Þessi stef nálgast listafólkið frá fjölbreyttum en þó samofnum sjónarhornum. Sum vinna náið með lífrænan efnivið eða ritúöl og grundvalla listsköpun sína staðbundið, í minni og líkamlegri návist. Önnur þeirra afbyggja skynræna þröskulda og nota hið óhlutstæða eða ljóðræna til að laða fram það sem liggur falið undir tungumálinu og því sem liggur í augum uppi. Í verkum þeirra birtist þessi „lággróður‟ hvort tveggja sem eiginlegt og óeiginlegt rými sem einkennist af hnignun og endurnýjun, dreggjum sögunnar sem og tilfinningalegri dýpt og þrautseigju – svæði þar sem ríkjandi strúktúrar taka að gliðna og ný tengsl geta fest rætur í síendurtekningu.
English
ARS LONGA summer exhibition, In the Undergrowth, opens Saturday June 28th at 3 pm. at ARS LONGA – Djúpivogur, Iceland. Dagmar Ýr Stefánsdóttir, the mayor of Múlaþing, will open the exhibition formally. Performances by Regn Evu, Tuija Hansen & Wiola Ujazdowska.
In the Undergrowth, the undergrowth is layered and entangled. It lies beneath—the histories that persist, roots that sustain, and forces that reach the surface, shaping our world. Through material, spiritual, and emotional excavations, the works in the exhibition will expose the networks that bind life, memory, and the passage of time in experience and connection together. In the undergrowth we are all connected.
Artists: Listamenn eru: Alanis Obomsawin (Abenaki, US/CA), Edda Karólína Ævarsdóttir (IS), Eva Ísleifs (IS), Gústav Geir Bollason (IS), Hallgerður Hallgrímsdóttir (IS), Nancy Holt (US), Ragna Róbertsdóttir (IS), Regn Evu (IS), Sigrún Hrólfsdóttir (IS), Sigurður Guðmundsson (IS), Tuija Hansen (CA), Vikram Pradhan (IN/IS) & Wiola Ujazdowska (PL/IS)
Curated by: Becky Forsythe & Þórhildur Tinna Sigurðardóttir
ARS LONGA is an international contemporary art museum based in Djúpivogur founded by artists Sigurður Guðmundsson and Þór Vigfússon in 2021. ARS LONGA strives to be a leading venue for international contemporary art in Iceland with progressive exhibitions and seeks to strengthen connections and collaboration with artists and professionals through dynamic activities. ARS LONGA's mission is to collect artworks by Icelandic and international artists.
On the Undergrowth
In the Undergrowth traces our entanglements with land, sea, forest, plant life and the quiet vitality of what often lies beneath notice. It listens for ways of relating to the world—particularly to the textures and temporalities of undergrowth—that are grounded in lived experience, cultural memory and embodied ways of knowing.
Many of these ways have long been upheld within Indigenous and ancestral knowledge systems, rooted in particular places, languages and lifeways. Yet, through the lens of history, such traditions have often been cast as peripheral to dominant worldviews—those shaped by academic, colonial and extractive frameworks that claim universality. We recognize these knowledges not as static or belonging to the past, but as adaptive, resilient and continually shaped by the urgencies of the present.
The exhibition In the Undergrowth is not a fixed terrain, but a living, layered ecology—one that holds grief, protest, transformation and sensory knowledge. The artists approach these themes from divergent, yet deeply entangled perspectives. Some work intimately with organic materials or ritual action, grounding their practice in site, memory and bodily presence. Others take up perceptual thresholds, using abstraction or poetic speculation to evoke what lies beneath visibility and language. Across their works, this “undergrowth” emerges both as literal and metaphorical space: one of decay and renewal, historical sediment, and emotional resonance and resilience—a zone where dominant structures begin to loosen and new forms of relating may take root.